Við höfðum nógan tíma til að dunda okkur í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði og við ákváðum að nýta tækifærið og skella okkur í góðan göngutúr um dýragarðinn þar sem við sáum sebrahesta, gíraffa, ljón, tígrisdýr, ísbirni, apa og fíla svo fátt sé nefnt en það sem mér fannst þó skemmtilegast var að kíkja á mörgæsirnar. Þær hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi en hvaða önnur dýr koma aldrei til dyranna nema í kjólfötum. Einstaklega skemmtilegar og klaufalegar verur sem skjögra um og reyna að halda jafnvægi svona eins og ég – en ég ber allaf fyrir mér óþroskuðu rýmisskynjunina sem ég var greind með á síðasta ári. Þetta litla krútt skírði ég Júlíus og hann Júlíus kom beint til okkar og spjallaði lengi eins og þið sjáið hann stökk sér svo til sunds til að sýna listir sínar og passaði að við værum að fylgjast með, kom svo og kvaddi okkur. En engar áhyggjur Júlíus er því miður ekki syndandi í baðkarinu heima hjá okkur þó ég hefði alveg verið til í að taka hann með.
Held það sé kominn tími til að horfa á Happy Feet;)
EH
Skrifa Innlegg