fbpx

Mömmutips á netverslunarmarkaði

Fyrir HeimiliðLífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Sjálf veit ég fátt betra en að leggjast upp í tandurhreint rúm og þá sérstaklega þegar maður er nýkominn úr sturtu í hrein náttföt – ég sef bara margfalt betur og ég er viss um að ég er ekki ein þessarar skoðunar. Tinni Snær fékk gefins alveg svakalega falleg sængurver sem eru úr 100% bómul. Mikið vildi ég að þessi sængurver hefðu passað á mína sæng því ég hefði þá nappað þeim af honum og ég er enn að íhuga að stela sænginni hans næstu nótt. Þau eru svo silkimjúk og falleg og með svo fallegum indíánamyndum á.

sængurver

Sængurver: Södahl fást í Askja Boutique

Mig langaði endilega að benda ykkur á þessi en Askja Boutique er ein af netverslununum sem munu halda saman markað í Þróttaraheimilinu í dag, laugardag, milli 12:00 og 17:00. En það verður 20% afsláttur af öllum sængurverum á markaðnum. Mér finnst þessi indíána sætust – Tinna eru með svona grænblárri líningu en svo eru líka til með peach líningu. Svo eru þau til líka í ungbarnastærð – ég þyrfti mögulega að fara og kaupa fyrir Tuma líka svo þeir geti verið í stíl. Svo sé ég fyrir mér mega sæta uppsetningu þar sem Tinni Snær er að kúra með indíánasængina sína í indíánatjaldinu sínu – hjálpi mér hvað það verður kjút!!

Ég er ein af þeim sem er algjörlega þeirrar skoðunar að maður sofi betur í þægilegum og mjúkum sængurfatnaði og þá að sjálfsögðu í hreinum sængurverum. Ég er búin að taka mig mikið á og reyni að skipta á okkar rúmum um hverja helgi – maður verður að passa uppá hreinlætið. Það er fátt yndislegra en 100% bómullar sængurver – fullkomin jólagjöf t.d. fyrir börnin í fjölskyldunni fyrir ykkur sem eruð komin í jólagjafahugleiðingar!

Njótið dagsins – minn einkennist af vinnu og svo árshátíð í kvöld!

Erna Hrund

Það er bara ein ég #sönnfegurð

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Forvitin

    17. October 2015

    Hæhæ, þú segir bara stundum hvort að vörur séu sýnishorn. Fékkstu td. þessi rúmföt sem sýnishorn?

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. October 2015

      Snyrtivörurnar tala ég um sem sýnishorn… mér finnst eitthvað skrítið að kalla sænguver sýnishorn ;) Svo þess vegna kemur skýrt fram í textanum að Tinni Snær hafi fengið þau sem gjöf :)

      • Brynja Blöndal

        19. October 2015

        Reyndar er mjög auðveldlega hægt að misskilja þegar þú skrifar einungis að hann hafi fengið þau að gjöf. Hefði vel getað verið gjöf frá vini eða ættingja. Til dæmis var ég ekki viss fyrr en ég las neðar og sá að þú linkaðir á vefsíðuna. Þá fyrst tók ég eftir að þetta væri styrkt færsla. Það er betra þegar svona hlutir eru á hreinu svo enginn sé í vafa :)

        • Reykjavík Fashion Journal

          19. October 2015

          Flott ábending, tek þetta til mín :) Stundum er misjafnt einmitt hvernig fólk skilur hlutina svo það er um að gera að hafa allt á hreinu <3