fbpx

Mömmu Tips í Bestseller blaði

Jól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég er svo heppin að fá að vinna fyrir eitt flottasta tískufyrirtæki landsins – að mínu mati alla vega. BESTSELLER  er fyrirtæki sem hugsar vel um sína og mér finnst ég svo heppin að vera í þeirra röðum enda frábært samstarfsfólk og glæsilegar flíkur sem umlykja mann alla daga í vinnunni. Núna í dag kom út BESTSELLER hátíðarblað og ég verð bara að fá að deila því með ykkur, ekki bara því mig er að finna á síðum þess, heldur líka bara því það er alveg sérstaklega flott og faglega unnið.

Í blaðinu finnið þið fullt af skemmtilegu mynd- og lesefni, flotta myndaþætti og hugmyndir að jóladressum á alla fjölskylduna að ógleymdum jólagjafahugmyndum…

Screen Shot 2015-11-09 at 3.46.02 PM

Endilega smellið á linkinn hér fyrir neðan til að fletta í gegnum þetta flotta tímarit frá þessu dásamlega fyrirtæki sem ég vinn hjá. Það var rosalega mikil vinna og mikill tími sem fór í þetta flotta blað og það var gaman að fá að fylgjast svona með því þróast í áttina að því sem það er í dag.

BESTSELLER HÁTÍÐARBLAÐ

Ég tróð mér að sjálfsögðu inní blaðið – ég meina að sjálfsögðu vildi ég vera með og fá að þrasa um mikilvægi þess að kaupa jólaföt snemma á börn – ég bara verð að leiða alla sem ég get í sannleikann um þessi mál ;)

Hér sjáið þið pistilinn minn..

Screen Shot 2015-11-09 at 3.47.17 PM

BESTSELLER  hátíðarblaðið ætti að detta innum lúgur ykkar mögulega bara á morgun ef það er ekki nú þegar komið og ég vona að þið munið taka vel á móti því og fletta í gegnum það – ég hlakka alla vega til að fá það. Þó ég sé búin að lesa það á netinu er fátt sem kemur í staðin fyrir það að halda á svona flottu tímariti og fletta í gegnum það með höndunum. Hafið þetta endilega í huga þegar blaðið mitt mætir líka innum lúgurnar ykkar ;)

Til hamingju BESTSELLER takk fyrir að leyfa mér að vera með***

Erna Hrund

Nú getum við tanað í sturtu!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðbjörg Jónsdóttir

    10. November 2015

    Sæl Erna

    Er þetta blað sent inn á öll heimili landsins?

    kv. Guðbjörg