Eruð þið búnar að gera ykkur ferð inní Lyf og Heilsu og sjá hvernig Michael Kors standurinn kemur út? – Hann er æði svo heimsókn er algjört möst!
Á föstudaginn var fékk ég boð í smá pre-launch á merkinu og létta kynningu á vörunum. Það var ótrúlega gaman að fá að sjá þetta með eigin augum. Michael Kors standurinn er við hliðiná Bobbi Brown borðinu og það kemur svakalega vel út, innréttirngarnar fanga athygli manns strax og fara sko ekki framhjá neinum. Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og einn lítinn aðstoðarmann sem fylgdi mömmu sinni eins og skugginn.
Hér sjáið þið brot af því sem fram fór…
Hér sjáið þið signature ilminn frá Michael Kors sem má finna vott af í öllum snyrtivörunum frá merkinu.
Þessi hilla tekur á móti manni inní Lyf og Heilsu – ég bilast hún er svo flott!
Sexy línan inniheldur bjarta og áberandi bleiktóna og rauða liti.
Glam línan finnst mér persónulega alveg tryllt en ég á varalit, gloss og naglalakk úr línunni – lökkin koma á óvart hvað varðar endingu!
Þessar umbúðir eru bara flottar! Einfaldar, stílhreinar og ekta Michael Kors.
Í boðinu var boðið uppá drykki, jarðaber og hvítar makkarónur með glimmeri og nokkrar með logo-i Michael Kors – já þær brögðuðust jafn vel og þær líta út fyrir ;)
Ég fæ bara vatn í munninn!
Við fengum smá kynningu á merkinu og hvernig hann sér fyrir sér snyrtivörulínuna sína – fylgihlutirnir sem fullkomna heildarlúkkið.
Það fór enginn tómhentur heim – ekki leiðinlegt að labba út með svona fínan poka.
Vörunum var fallega stillt upp við afgreiðsluborðið…
Hin yndislega Fríða María sýndi vörurnar, hvernig hún myndi nota þær og hvernig væri hægt að nota þær eftir pælingum Michael Kors.
Hér setur hún Glam varalitinn á hana Veru.
Glam varaliturinn og glossinn er alveg tryllt kombó finnst mér!
Svo loks smá sólarpúður til að fullkomna húðlitinn.
Dýrindis baðperlur…
Ég hefði nú lítið á móti því að vera með einn svona uppá snyrtiborði hjá mér ;)
Litli hjálpardrengurinn sem gekk um með síma móður sinnar og horfði á Prúðuleikarana – Tinni var svo illa sáttur þegar hann náði að stilla símanum þarna uppá borðið hjá Bobbi Brown og stóð og horfði á hann.
Ég vil þakka aðstandendum Michael Kors hér á landi og Lyf og Heilsu kærlega fyrir mig, boðið var virkilega vel heppnað og ég hlakka til að fylgjast með merkinu dafna hér á landi!
EH
Skrifa Innlegg