Ég er að vona að ég geti státað mig af því að vera með eina af fyrstu umfjöllununum um Burberry Prorsum línuna enda kláraðist sýningin fyrir innan við hálftíma síðan – ég elska internetið!
Línan greip mann alveg og hélt mér fastri við tölvuskjáinn frá fyrstu flík sem var einmitt þetta skjannahvíta cape sem er á efstu myndinni. Metallic litir einkenndur línuna og þá helst í sterkum tónum. Mér finnst alltaf svo gaman að sjá þegar hann lífgar aðeins uppá þessar klassísku Burberry flíkur eins og kápurnar með því að gera þær úr öðruvísi efnum og litum, sumar voru tvílitiar, aðrar mettallic og enn aðrar með ombre áferð. Svo er svo gaman að sjá hvað hann Christopher er einstaklega klár við að sníða flíkur, ef þið skoðið flíkurnar hér fyrir neðan vel þá sjáið þið að þær eru alveg fullkomlega sniðnar það er hugsað fyrir hverju einu og einasta smáatriði og ekkert bregður útaf.
Hér sjáið þið það sem mér fannst algjörlega bera af í línunni:
Töskurnar slógu líka alveg í gegn hjá mér – gegnsætt plast – kann að meta svona;)
Makeup-ið var einfalt en allar fyrirsæturnar skörtuðu fallegum rauðum berjalit á vörunum.
Það sem mér fannst bera af voru cape-in tvö, töskurnar, kápurnar, fallegu jakkarnir á myndum 4 og 7 og vínrauða klassíska Burberry kápan. Ég er ótrúlega hrifin af sumarlínunni frá Burberry fyrir næsta ár og ég vona að þið séuð sammála mér.
EH
Skrifa Innlegg