fbpx

Mesta snilld sem ég hef prófað!!

Afsakið æsinginn en ef þið eruð duglegar að nota naglalakk og finnst gaman að breyta reglulega um lakk þá er þetta eitthvað fyrir ykkur.

Express Remover Pot frá Maybelline er án vafa mesta snilld sem ég hef prófað. Að nota þessa græju er þæginlegasta og einfaldasta leiðin til að þrífa af sér naglalakk. Þetta er flaska sem inniheldur svampt sem er búið að drekkja í naglalakkseyði. Í miðju svampsins er gat þar sem þið stingið fingrinum ofan í – snúið flöskunni í sirka 2 hringi eða 4 hálfhringi – takið svo fingurinn upp og naglakkið er horfið.

Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég prófaði þetta fyrst fyrir helgi og svo þegar ég dró fingurinn upp þá missti ég hökuna niðrí gólf;) Svo sannarlega 1700kr virði – enginn bómull ekkert vesen.

Naglalakkseyðirinn er asintone laus og nauðsynlegur á hvert heimili;)

EH

Föstudags

Skrifa Innlegg

23 Skilaboð

  1. Íris Tanja

    15. April 2013

    AAAA ég var að prófa svona hjá vinkonu minni um daginn úr Sephora og var á bömmer yfir því að þetta væri ekki fáanlegt hérna heima…. gamla er farin beint út í búð að sjoppa svona!

    • Klárlega! Veit að það er líka svipað á leiðinni frá L’Oreal til landsins svo það verður nóg af týpum til eftir smástund;)

  2. Elísabet Gunnars

    15. April 2013

    Algjör snilld.

  3. Karen Ösp Garðarsdóttir

    15. April 2013

    Hvernig tekur þetta á glimmer og “sand” naglalökkum, ég er svo mikið fyrir þannig lökk og það er algjört PAIN að ná þeim af :/

    • Ekki búin að prófa sandlökkin ég þarf að gera það takk fyrir að minna mig á það! En með glimmer lökk þá gerði ég fyrst eina umferð með þessum yfir allar neglurnar og endurtók svo til að ná restinni af glimmerinu af – og það hvarf! ;)

    • Hildur

      15. April 2013

      Ég prófaði líka snilldarlausn til að ná grófu glimmerlakki af, þar sem ég setti aseton á bómul, vafði því um nöglina og svo álpappír utan um, lét það vera þannig í ca. 5 mín og þá var ekkert mál að strjúka glimmerið af! Ég er líka mjög hrifin af glimmerlökkum en nota þau sjaldan því það er hryllingur að ná þeim af, en þetta svínvirkaði.
      Á svona svampdós frá Sephora, hún virkar frábærlega á venjulegt naglalakk, á eftir að prófa glimmerlakk. Síðan er líka hægt að kaupa svona frá Bourjois hérna á Íslandi :)

      • Andrea Lind

        16. April 2013

        Álpappírinn á glimmer naglalökk er æði. Mæli algjörlega með þeirri aðferð. :)

  4. Sunneva Lind

    15. April 2013

    En hvað dugir þetta oft? Verður svampurinn ekkert “fullur” af naglalakki fljótt? Hmmm…

    • Ekki grænan grun ennþá en ég skal leyfa ykkur að fylgjast með;) Eins og er er ég ekkert að pæla í því því þetta er bara of mikil snilld til að vera að pæla í eh svoleiðis strax :D

  5. Thelma Dögg

    15. April 2013

    Hvar fæst þessi snilld?

  6. Elísa

    15. April 2013

    Hvar fæst þetta?

  7. Thelma

    15. April 2013

    Þetta endist alveg ótúlega, ég er búin að eiga minn frá því í haust og hann svínvirkar ennþá :) (er með frá Sephora)

  8. aníta

    15. April 2013

    glimmerið sest í svampinn og festist síðan á neglurnar þegar þú notar þetta seinna.. þannig ég mæli ekki með að þrýfa glimmernaglalökk af í þessu – nema tíma 1700 isl kr í hvert skipti hehe.. mitt endist í hálft ár ca í senn :D

  9. Auður

    15. April 2013

    Ég keypti svona í apótekinu fyrir nokkrum árum, frá einhverju “óþekktu” merki og á 500 kall eða eitthvað! En þetta er snilld ;)

  10. Agla

    30. April 2013

    Hvar keyptir þú þitt ? Ég er búin að leita í Hagkaupum og finn þetta ekki :/

    • Lyfju… En þau eru staðsett hjá hinum naglalakkaeyðunum en ekki hjá Maybelline standinum það var alla vega þannig þar sem ég fékk það;)

      • Agla

        1. May 2013

        Ahh- tékka á því :)