fbpx

Menningardagurinn:)

Blog

Gærdagurinn var yndislegur í alla staði – mikill menningardagur. Byrjuðum á því að fylgjast með frænkum og frændum í Latabæjarhlaupinu spiluðum svo Mikado og Lúdó í Lækjargötunni og kíktum á tvær sýningar. Fórum í verslunina Ellu þar sem var sýning á fötum sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist á þeim tíma sem hún var forseti svo fórum við á ljósmyndasýningu með myndum frá Norður Kóreu. Ljósmyndarinn var ekki alveg nógu virkur í gær en hér eru nokkrar myndir – Vonandi áttuð þið líka yndislegt kvöld alla vega gat veðrið ekki skemmt fyrir neinum;)

Fékk að hlaupa smá spöl með einum sætum frænda í Latabæjarhlaupinu:)

Flottastur að hlaupa!

Valentino kjóll sem Vigdís klæddist í brúðkaupi Díönu og Karls

Falleg svört dragt sem Vigdís klæddist á forsetatímabilinu

Fallega mágkonan mín:)

Óskalistinn

Skrifa Innlegg