fbpx

Máttur kókosolíunnar

Ég Mæli MeðHárHúðMakeup TipsSnyrtivörur

Kókosolía er snyrtivara sem hefur gríðarlega breytt notagildi og einnig er hér um að ræða vöru sem stefnir í að verði ein vinsælasta snyrtivara íslenskra kvenna. Ég nota kókosolíuna mjög mikið sem snyrtivöru en ekkert sérstaklega mikið inní eldhúsi. Ég vel sjálf alltaf olíuna hennar Sollu sem er þessi frá Himneskt mér finnst bara eitthvað við hana sem gerir hana eftirsóknarverðari í mínum huga.

Ég skrifaði grein í 3. tbl af Reykjavík Makeup Journal um alls konar leiðir til að nota kókosolíuna á annan hátt en í eldhúsinu. Í nýjasta tölublaði blaðsins finnið þið einnig uppskriftir af heimagerðum möskum frá Evu Laufey þar sem hún notar t.d. kókosolíu í verkið. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þið getið vonandi nýtt ykkur!

39620c981d50f25e63b2831e562aae06

Sem augnfarðahreinsi:

Þið finnið líklega ekki jafn mjúkan augnfarðahreinsi og kókosolíuna. Berið kókosolíuna yfir augun og nuddið varlega, þrífið olíuna svo af með bómul eða grisju. Olíuna getið þið svo hreinsað af ef þið viljið en hana má líka bara láta vera en hún nærir þá húðina vel, mýkir og smám saman gefur hún fyllingu sem minnkar sýnileika fínna lína. Margar konur hafa einnig talað um að kókosolían þétti hárvöxt augnháranna.

Sem næringarríkan hármaska:

Bræðið nokkrar matskeiðar af kókosolíu (magn fer eftir hári) í t.d. heitu vatnsbaði. Berið olíuna í hárið eftir hárþvott þegar olían hefur aðeins fengið að kólna. Berið olíuna í hárið eins og þið gerið með hvaða hármaska sem er. Vefjið handklæði eða sturtuhettu um höfuðið og sofið með maskann yfir nóttina og hreinsið svo úr hárinu morguninn eftir.

2c89af4d3233ca3d340226919fcd8824

Sem varamaski:

Ef þið eruð með viðkvæmar varir sem eiga það til að springa þá er gott ráð að bera olíuna yfir varirnar áður en þið farið að sofa. Olían hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og mýkir varirnar og gefur þeim góða næringu. Það er t.d. þjóðráð að nota kókosolíu á varirnar eftir að þið hafið skrúbbað þær til að næra þær vel eftir hreinsunina.

Sem líkamsnæringu:

Rannsóknir á mætti olíunnar hafa leitt í ljós að olía er betri til að varðveita raka og koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar en mörg hefðbundin bodylotion. Rakin frá olíunni er mun drjúgari og frábær eins og fyrir mjög viðkvæma húð. Berið olíuna yfir líkamann eftir sturtu t.d. og passið að setja ekki of mikið. Um leið og olían nærir gefur hún okkur góðan og mjúkan ilm.

f6e795dd97a35ae2e1a1873354eec944

Á mjúka barnabossa:

Kókosolían er líka tilvalin til að búa til heimagerða blautklúta fyrir litla bleyjubossa. Sjóðið vatn og bætið smá af olíu saman við. Þegar olían hefur blandast vel saman við vatnið leggið þá hreinar grisjur í bleyti. Þegar vatnið hefur kólnað kreystið grisjurnar vel og leggið í box sem heldur rakanum inni. Kókosolían nærir bossann vel og ertir ekki viðkvæma húð. Þið finnið myndir og uppskriftir frá mér að svoleiðis HÉR.

grisjur-620x413

Sem munnskol:
Þetta hljómar mögulega mjög undarlega en þetta er aldagamalt ráð við að halda tönnunum heilbriðgum og sterkum. Takið inn matskeið af kókosolíu og hristið henni um munninn í 15-20 mínútur á hverjum degi. Olían dregur úr bakteríum í munninum, stuðlar að bættri tannheilsu, ilmandi andardrætti og hvíttar tennurnar.

Sem kaffibragðbætir:

Þessi punktur var ekki í blaðinu en mér finnst vera að aukast að sjá fólk setja kókosolíu í kaffið það eða þá að fólk talar um það. Það er eflaust mjög bragðgott sérstaklega fyrir fólk sem er hrifið af kókosbragðinu og ég t.d. get rétt ímyndað mér hvað cappuccino (kaffið mitt) bragðast vel með smá kókosolíu – og eflaust miklu hollara en að nota síróp.

a1725983419b61aaa155a6ed697452b5

Kókosolían er einnig frábær í matseld og bakstur og margir tala um að hér sé á ferðinni besta poppkornsolía sem fyrirfinnst. Það má því segja að kókosolían sé margnota og ómissandi á hvert heimili hvort sem hún er geymd inní elshúsi eða á snyrtiborðinu!

Munið svo að tryggja ykkur eintak af nýjasta Reykjavík Makeup Journal á meðan birgðir endast – blaðið fáið þið frítt í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa.

EH

Miðvikudags... Blátt Smoky!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sunna Dís Másdóttir

    19. February 2015

    Kókosolía er snilld! Og langsamlega besti augnfarðahreinsirinn. Ég óverdósaði samt aðeins á tímabili og fór að kaupa aðrar fljótandi olíur til að bera á mig eftir sturtuna (möndlu, til dæmis, eða grapeseed). Gott til tilbreytingar, ef maður er orðinn dálítið leiður á því að ilma eins og Bounty ;) Mitt tips er að bera hana á raka húð og þurrka sér svo. Þá er maður ekkert klístraður eftir á, plús að það tekur ca 1,5 mínútu.

  2. Alda Úlfarsdóttir

    19. February 2015

    Munnskol í 15-20 mín? ;) Á þetta ekki að vera sek?

    Annars á ég alltaf eftir að prófa að poppa með kókosolíu!

  3. lara

    19. February 2015

    Á maður að hafa munnskolið í 15-20 mínútur??

  4. Hrefna Dan

    19. February 2015

    Uppáhalds, uppáhalds kókosolían sem ég nota svo ótrúlega mikið!
    Ég nota ekkert annað á líkamann, þríf augu og andlit á hverjum degi með henni og háfurinn í eldhúsinu mínu fær líka kókosolíudekur 2x í mánuði!

    Smá kókosolíutips – það er mega gott að skera sætar kartöflur í sneiðar og setja í eldfast mót, hella vel af fljótandi kókosolíu yfir og strá svo sjávarsalti yfir og inn í ofn! x