Lengi vel langaði mig að læra leikhús og kvikmyndaförðun, sá áhugi hefur aðeins dvínað síðustu ár á meðan áhuginn á markaðsfræðinni hefur styrkst. En þegar ég horfi á myndirnar hans Tims Burton þá kviknar áhuginn aftur. Gervin eru svo einstök, karaktersköpunin er fullkomnuð með gervunum sem hann hannar með makeup artistunum sínum. Gervin í Lísu í Undralandi og Edward Scissorhands eru í sérstaklega miklu uppáhaldi:)
Joel Harlow gerði gervin í nýjustu myndunum hans, Dark Shadows og Alice in Wonderland og Lucia Pieroni gerði Beetlejuice. Fann ekki upplýsingar um hinar myndirnar.
EH
Skrifa Innlegg