fbpx

Makeup Lúkk

Lífið MittLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minni

Í síðustu viku kíktum við nokkrir Trendnetingar á veitingastaðinn Kopar í bláu húsunum við höfnina. Veitingastaðurinn er klárlega orðinn einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum. Við fengum Ævintýraferð sem hófst á Fjólu Mojito og svo fylgdu 7 mismunandi réttir fast á eftir. Mig langaði aðeins að breyta til í makeup-inu mínu. Þegar ég fer út núna er ég eiginlega alltaf eins máluð af því ég er yfirleitt frekar sein þessa dagana. Ég tók lúkkið alla leið og notaði augnskugga og 2 mismunandi eyelinera ;) Hér sjáið þið útkomuna.

Setti svartan eyeliner meðfram efra augnlokinu en sá græni sem ég setti meðfram neðri augnhárunum sést reyndar ekki alveg nógu vel.Ég notaði vörur úr nýrri línu frá Makeup Store, Nomad, í lúkkið. Ljósa skuggann (Desert) setti ég yfir allt augnlokið og gerði svo einfalda bananaskyggingu með þessum dökkgræna (Plateau). Svo heitir blýanturinn sem ég setti undir augun Desert Flower og hann er með metal áferð – kemur ótrúlega vel út, setti hann líka í vatnslínuna.

Ég er nú ekki mikið í því að nota græna liti í kringum augun en ég þarf eiginlega að fara að gera meira af því af því að mér fannst liturinn fara brúnu augunum mínum ansi vel. Metal áferðin í blýantinum dró líka fram græna litinn sem leynist í augunum mínum.

EH

Andlit

Skrifa Innlegg