fbpx

Make Up Store mætir norður!

Ég Mæli MeðMake Up StoremakeupMakeup Artist

Ég er svo lukkuleg fyrir hönd einnar góðrar vinkonu minnar sem fékk frábært tilboð um að breiða aðeins úr sér og stökk núna á það! Hún Margrét R. Jónasar sem á Make Up Store hér á Íslandi hefur rekið þessa flottu verslun síðan árið 2006 og vefverslunina mstore.is þar sem vörurnar fást einnig.

Make Up Store er í raun fjölskyldufyrirtæki og hún Magga sem er förðunarmeistari og uppfull af fróðleik og hæfileikum sem tengjast förðunarheiminum. Nú færir hún Magga út kvíarnar með því að bjóða uppá vörurnar sínar í snyrtivöruversluninni Jöru á Glerártorgi á Akureyri. Mér finnst þetta svo skemmtilegar fréttir og svo gaman að auka fjölbreytni í úrvali í snyrtivörum úti á landi. Ég vona að þið norðurlandsskvísur takið vel á móti Make Up Store vörunum og takið þeim opnum örmum enda með eindæmum dásamlegar vörur!

Varan frá Make Up Store sem er í langmestu uppáhaldi hjá mér er High Tech Lighterinn sem er algjörlega brillíant vara sem er frekar gelkennd. Þeir koma í alls kyns litum og eru flottir í andlit, sem kinnalitir, highlighterar, augnskuggar á varirnar bara ótrúlega margt.

hightechmus-620x413

Svo á ég mér líka fullt af öðrum uppáhalds vörum þarna inni. Wonder Powder er must try vara og líka nýlegi volume maskarinn sem ég hef einmitt skrifað um áður. Varalitirnir eru dásamlegir og litaúrvalið frábært og það sama má segja um augnskuggana. Svo koma eyelinerblýantarnir mér alltaf skemmtilega á óvart því þeir eru svo þéttir og flottir og þægilegt að vinna með þá. Svo er líka bara svo gott að koma inní Make Up Store maður fær svo hlýlegar móttökur og ég efast ekki um annað en það sama sé uppá teningnum í Jöru á Akureyri.

Til að byrja með verða vinsælustu vörurnar og litirnir fáanlegir fyrir norðan en ef þið verðið duglegar að versla þá efast ég ekki um að Magga skoði möguleika á því að auka úrvalið. Ég fékk sýnishorn af tveimur nýjum grunnförðunarvörum frá þessu flotta sænska merki og ég er svo spennt að segja ykkur betur frá þeim bara núna eftir helgi.

Hér sjáið þið nýja farðann sem er léttur og náttúrulegur og trylltan highlighter sem ég hlakka til að prófa og mögulega skarta á JT á sunnudaginn;)

mstore

Ég vona að þið takið fagnandi á móti Make Up Store vörunum fyrir norðan og nýtið ykkur tækifæri til að fá flotta kynningu á vörunum núna um helgina – já og 20% kynningarafslátt!!! Ég veit að Magga keyrði sjálf með vörurnar til Akureyrar núna í gær svo það verður gaman að sjá hvernig þær koma út þegar þær eru komnar upp!

EH

 

FW14 Förðunartrend #1

Skrifa Innlegg