fbpx

Lundi á vegg hjá mér

Á ÓskalistanumFallegtFyrir HeimiliðShop

20140503-184529.jpg

Ég er ótrúlega skotin í þessu lunda plakati frá merkinu Silke en það er fáanlegt í nýrri vefverslun sem heitir Esja Dekor. Ég er búin að vera að pæla í því dáldið lengi og ég er meirað segja búin að ákveða hvar í íbúðinni ég myndi hengja það upp. Það var ekki til fyrst þegar verslunin opnaði – var bara væntanlegt. En nú er það komið og akkurat þá fæ ég valkvíða og þori ekki að kaupa – mögulega af því að ég er heimsins besti skyndikaupari. Ég er reyndar aðeins að reyna að taka mig á en á morgun ætla ég að fara og fjárfesta í ljósi inní svefnherbergið okkar Aðalsteins sem ég er búin að vera að meta hvort ég eigi að kaupa í næstum ár. Það er eins og um leið og vörur fyrir heimilið eru komnar yfir 10.000 kr þá finn ég alltaf ástæðu til að kaupa ekki – undir þessu verði þá tek ég kortið upp :D

Verslunin er með fleiri plaköt sem eru eftir danskan grafískan hönnuð Silke Bonde. Samkvæmt heimasíðunni eru öll plakötin eru prentuð á vottaðan pappír – fleiri plaköt sjáið þið HÉR.

Hvað segið þið lundi eða ekki lundi upp á vegg hjá mér?

EH

Leyndarmál Yves Saint Laurent

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Tanja Dögg

    4. May 2014

    Mig dreymir um að eignast þennan lunda. Ég er líka mjög hrifin af kólíbrí fuglinum. Æji, þetta er bara allt svo fínt!! :) Ég mæli líka með veggspjöldunum á snúran.is eftir Nynne Rosenvinge, þau eru biluð, og í ódýrari kantinum.

    • Sammála kólibrík fuglinn er æði!! Elska bara svo tenginguna við Lundann og Ísland :) En ég elska líka allar vörurnar hjá snúran.is ég er að meta þetta vefverslunaræði í Íslendingum – færir svo fallegar vörur nær okkur :)