Jæja jólin eru búin og þá má vorið alveg fara að koma – það finnst þeim hjá Smashbox alla vega því nú þegar er vorlínan þeirra komin í sölu í USA! Línan heitir Love Me og einkennist af spennandi vörum í fallegum umbúðum.
Línan er samstarfsverkefni Smashbox og listamannsins Curtis Kulig sem er þekktur fyrir einkennisorðin sín “Love Me” – þaðan kemur nafn línunnar og svo eru orðin – eins og þið sjáið – rituð á allar vörurnar hvort sem það eru umbúðirnar eða þær sjálfar. Allar vörurnar eru innblásnar af listinni hans Curtis. Rauði varaliturinn er í nákvæmlega sama lit og sá sem hann notar í veggmerkingarnar sínar og eyelinerinn lítur út eins og tússpenninn sem hann notar.
Ég held ég sé eiginlega langspenntust fyrir eyelinernum – alvöru tússpenni – I like!
Svo er bara að vona að línan rati hingað til lands fyrr eða síðar;)
Skrifa Innlegg