fbpx

Litla kanínan

MömmubloggTinni & Tumi

Fyrst langar mig að byrja á því að þakka fyrir fallegar móttökur og falleg orð sem ég hef fengið frá svo mörgum ykkar í kjölfar síðustu færslunnar sem birtist hér á síðunni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem ég opna mig með fæðingarþunglyndið. En ég sé það í dag með svo allt öðrum augum þegar ég hef verið svo heppin að fá að upplifa það að vera ekki með fæðingarþunglyndi og mig langaði að fá að segja meira frá því hver munurinn er – eða eins og ég upplifði það. Takk aftur kærlega fyrir, hjartað mitt er uppfullt af þakklæti til ykkar allra.

En talandi um hvað allt er ólíkt þá á ég alveg svakalega ólíka syni. Tinni Snær var um 1 árs þegar fyrsta tönnin mætti í hús en Tumalingur – hann var nú bara 3 mánaða! Þær eru í dag orðnar tvær og komnar vel upp svo nú þarf að hefjast handa við að bursta þessar ofurkrúttlegu litlu tennur sem láta hann líta út fyrir að vera lítil og krúttleg kanína… :D

tennur tennur3

Hvað segið þið… Ég er enn ekki tilbúin að gefa það uppá bátinn að augun verði brún en Aðalsteinn er viss um að þau verði blá – þau eru enn mjög óráðin og við bíðum voðalega spennt!

Litli sæti kúturinn sem verður 6 mánaða núna í lok janúar. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Þessa dagana snýst lífið um að koma rútínu á svefn og daginn sjálfan sem er stundum aðeins erfitt fyrir mömmuna sem er stundum þreytt á morgnanna og sefur aðeins lengur með litla manninum þegar ég ætti nú endilega að reyna að nýta tímann í vinnu.

Svo er maturinn byrjaður við erum að æfa okkur í að kyngja mat. Tumi var nefninlega farinn að hægja vel á sér í þyngdinni eftir síðustu skoðun og kominn aðeins of mikið undir kúrvuna. Hann samsvarar sér þó mjög vel en það var þó mælt með því að við myndum byrja að prófa smám saman að gefa honum. Það er búið að vera voða gaman hjá okkur og já enn meiri þvottur því það er að reynast smá erfitt hjá lilla að kyngja :)

Þetta er svo skemmtilegur tími og mikið fjör hjá okkur foreldrunum því það er ekki bara lilli sem er að taka stór stökk heldur líka sá stóri sem er í koppa og klósettþjálfun – svo já þvotturinn hefur stóraukist!

Erna Hrund

Mín upplifun, með & án fæðingarþunglyndi

Skrifa Innlegg