fbpx

Litir Haustsins – Bordeaux

Vinsældir bordeaux litsins geta ekki hafa farið framhjá ykkur. Þessi hlýji dökk rauði litur fer nánast öllum og passar fullkomlega við uppáhalds lit okkar íslenskra kvenna – svartan.

Á óskalistanum mínum í þessum lit er leðurjakki helst með feld – er að bjóða í einn dýrðlegan núna á eBay – reyndar brúnan – sjáum hvort hann verður minn;)

Mér fannst viðeigandi að fá lánaðar nokkrar myndir frá nokkrum af uppáhalds bloggurunum mínum til að gefa ykkur smá hugmyndir um hvernig er hægt að nota litinn – hann þarf alls ekki að vera allsráðandi í dressinu – bara taska eða trefill er nóg.
Dásamlegur litur sem er fullkominn fyrir haustið. Það sem er líka sérstakt við hann að hann er ekki bara áberandi í klæðnaði heldur líka í makeupinu – varalitir, naglalökk og augnskuggar jafnvel!

Þessi augnskuggi er í einni af nýju pallettunum mínum frá Sleek:)

EH

Jóla/Áramóta Kjóll?

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Asa

    29. October 2012

    Hvaðan er mynd nr.3? :)

  2. Anna

    29. October 2012

    Hæhæ, senda sleek til íslands?

  3. Anna

    30. October 2012

    Snilld:)

  4. Nína

    1. November 2012

    Hvaða augnskuggi er þetta á síðustu myndinni og úr hvaða Pallettu frá Sleek er hann? Ótrulega flottur..
    Mátt endilega vera dugleg að pósta myndum af þér með förðun frá Sleek..á nokkrar pallettur frá þeim en kann ekki alveg að mála mig með þeim :-)

    • Reykjavík Fashion Journal

      1. November 2012

      Pallettan heitir Respect http://www.sleekmakeup.com/eyes/shadows/i-divine – liturinn er í neðri röðinni annar frá hægri:) En já ég er ótrúlega hrifin af þessu merki svo ég mun halda áfram að prófa mig áfram með palleturnar og sína ykkur. Næst ætla ég síðan að fá mér eitthvað af kinnalitunum – hef heyrt mjög góða hluti um þá:D

  5. Nína

    1. November 2012

    Takk fyrir kærlega.
    Býð spennt eftir nýju make up bloggi frá þér :-)