Vinsældir bordeaux litsins geta ekki hafa farið framhjá ykkur. Þessi hlýji dökk rauði litur fer nánast öllum og passar fullkomlega við uppáhalds lit okkar íslenskra kvenna – svartan.
Á óskalistanum mínum í þessum lit er leðurjakki helst með feld – er að bjóða í einn dýrðlegan núna á eBay – reyndar brúnan – sjáum hvort hann verður minn;)
Mér fannst viðeigandi að fá lánaðar nokkrar myndir frá nokkrum af uppáhalds bloggurunum mínum til að gefa ykkur smá hugmyndir um hvernig er hægt að nota litinn – hann þarf alls ekki að vera allsráðandi í dressinu – bara taska eða trefill er nóg.
Dásamlegur litur sem er fullkominn fyrir haustið. Það sem er líka sérstakt við hann að hann er ekki bara áberandi í klæðnaði heldur líka í makeupinu – varalitir, naglalökk og augnskuggar jafnvel!
Þessi augnskuggi er í einni af nýju pallettunum mínum frá Sleek:)
EH
Skrifa Innlegg