Lime Crime er merki sem ég kynntist fyrst á eBay fyrir rúmu ári síðan. Ég heillaðist sérstaklega af litadýrðinni sem einkennir merkið en ég held ég hafi aldrei kynnst förðunarvöru sem er með svona rosalega sterk litapigment (Infallible augnskuggarnir frá L’oreal komast næst því). Þá bauð merkið aðeins uppá varaliti og augnskugga en hefur smám saman verið að vaxa og bæta við sig. Nú er hægt að fá gloss og augnskuggapallettur og húðlína og naglalökk eru á leiðinni. Í dag voru svo birtar myndir af nýjustu viðbótinni – eyeliner. Ég er sérstaklega heilluð af neon græna linernum og ég held hann yrði fullkominn með ombre Asos buxunum mínum sem ég ætla að nota óspart í sumar!
Þessi varalitur – cosmopop – er samt minn uppáhalds og var lengi til í versluninni minni. Mæli með eBay ef ykkur langar að næla ykkur í þessar vörur:)
EH
Skrifa Innlegg