Stundum veit ég ekki alveg hvað ég er búin að skrifa og hvað ég á eftir að skrifa en ef ég hef einhver tíman skrifað um sömu ráð aftur og aftur þá eru þau greinilega bara svona svakalega góð að ég verð að troða þeim að aftur og aftur! Mig langaði alla vega núna að taka saman nokkur góð maskara tips – þetta er ein af þessum vörum sem við eigum allar og kaupum okkur mjög reglulega. Ég veit ekki með ykkur en ég er alltaf með þónokkra maskara í gangi í einu og ég vel mér maskara eftir skapi og eftir förðun – en ég er stórfurðuleg það vitið þið allar ;)
Hér eru nokkur góð ráð sem ættu að geta nýst ykkur öllum!
#1 – Gefið nýjum maskara alltaf nokkur tækifæri:
Stundum þoli ég ekki þegar ég tek upp nýjan maskara – þó það sé minn allra uppáhalds því ég veit að það verður smá vesen að nota hann í þessi fyrstu skipti. Ég veit að formúlan getur klesst til meira en venjulega því hún er oft blautari, það er meiri formúla sem fer í burstann og einhvern vegin finnst mér ég þurfa að venjast þeim uppá nýtt. En eftir 3-4 skipti er þetta komið, þá er maskarinn farinn að sýna sitt innra sjálft og þá er komið að því að dæma maskarann. Ekki ákveða að einshver maskari sé ömurlegur ef þið eruð bara búnar að nota hann einu sinni – það tekur alltaf smá tíma að venjast uppá nýtt og sjálf vil ég að formúlan fái aðeins að þorna – þannig vil ég hafa mínar því þannig á ég auðveldara með að vinna með þær.
#2 – Aldrei leyfa maskara að þorna á milli umferða:
Þetta er svona ein af þessum gömlu mýtum að það eigi að leyfa möskurunum alveg að þorna á milli umferða. Sjálf hef ég aldrei skilið þetta ráð þar sem það er voða erfitt að gera eitthvað annað en að klessa bara meiri formúlu á augnhárin á manni eftir að fyrsta umferð hefur þorna. Sjálf mæli ég með því að þið leyfið maskaranum svona aðeins að þorna, þannig augnhárin séu ef til vill stífari. Þá er svakalega auðvelt að móta þau og lítið mál að draga þau ennþá lengra fram, lyfta þeim og lengja þau. Ef þið hafið ekki prófað þetta enn þá mæli ég eindregið með því að þið prófið þetta næst þegar þið viljið augnhár sem fanga athygli.
#3 – Aldrei pumpa maskarann ykkar:
Ég veit að þetta er eitthvað sem ég hef sagt áður en á meðan ég sé enn stelpur gera þetta þegar þær setja á sig maskara þá mun ég minna á þetta. Í alvörunni þá fæ ég sting í magann þegar ég heyri pumpuhljóð koma frá maskara og ég skamma alltaf viðkomandi hvort sem ég þekki hana eða ekki – þið viljið ekki lenda í mér;) En ef þið pumpið maskarann ykkar myndast loftbólur inní maskaranum sem gera það að verkum að maskarinn þornar innan frá. Loftbólurnar flýta fyrir þornun maskarans og hann eyðileggst, hann fer að hrynja og hann endist mun styttra en hann ætti í raun og veru að gera.
#4 – Veljið gúmmí fyrir aðgreiningu en venjulega fyrir þykkt og magn:
Þegar þið kaupið ykkur nýjan maskara veljið þá greiðu eftir því hvað þið viljið að maskarinn geri fyrir ykkar augnhár. Fyrir mér er mjög ólíkt að nota gúmmígreiðu og venjulega greiðu. Í öllum tilfellum er mun auðveldara að greiða augnhár með gúmmígreiðum, þær eru stífari og þó hárin á greiðunum séu stutt þá nær maður samt alltaf að aðskilja þau vel. Gúmmígreiðurnar dreifa því einnig mun betur úr hárunum svo þau fá að njóta sín og virðast þéttari. Ef þið viljið hins vegar fá mikil augnhár sem vekja athygli, verða þykkari og umfangsmeiri þá mæli ég með því að þið veljið maskara með venjulegu greiðunni, það er mun auðveldara að hlaða formúlu á augnhárin með þannig greiðu. Stundum dett ég þó alveg í þann pakkann að nota bæði maskara með gúmmí og venjulegri greiðu í einu en það er þá til að gera augnhárin alveg pörfekt ;)
#5 – Notið tvöfaldan augnfarðahreinsi:
Ég nota alltaf tvöfaldan augnfarðahreinsi til að taka maskara af augnhárunum. Augun þola illa mikið hnjask og maskrar renna alltaf betur af þegar maður notar augnhreinsi sem inniheldur olíur. Ég nota yfirleitt þá frá L’Oreal eða Garnier, mér þykja þeir bestir. Ég set nóg áf hreinsi í bómullarskífu, legg yfir augnlokin og leyfi þeim að vera á í smástund svo þegar hreinsirinn er búinn að ná að leysa maskarann aðeins upp strýk ég frá. Munið að strjúka alltaf og helst ekki nudda þar sem svæðið í kringum augun er viðkvæmt og ekki gert fyrir mikið hnjask. En ef þið hafið stund þá mæli ég líka með því að þið gefið ykkur tíma og gerið heimagerðar maskaraþurrkur með kókosolíu – þær eru dásamlegar.
Vona að þessi ráð nýtist ykkur – þau nýtast mér svo sannarlega á hverjum degi!
EH
Skrifa Innlegg