fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans

Þá er komið að því að deila fleiri ráðum með ykkur – þau eru 4 talsins að þessu sinni og ég vona að þau nýtist ykkur:)Ráð #1

Til að fá mattari og náttúrulegri áferð á varalitinn ykkar hvort sem hann er nude eða sterkur litur notið þá augnskugga ofan á varablýant. Varablýanturinn heldur fast í pigmentin í augnskugganum og passar að hann haldist á. Þið getið líka sett augnskuggann yfir varalitinn en það gæti gert það að verkum að varaliturinn verður bara þykkari sérstaklega ef þetta er glans mikill litur. Notið þá augnskuggabursta til að bera skuggann á varirnar eins og þið sjáið hér að ofan. Einnig getur áferðin á varalitnum ykkar orðið mattari og náttúrulegri ef þið berið hann á með augnskuggabursta frekar en varalitapensli. Augnskuggaburstarnir eru oftast úr alvöru hárum og því miklu mýkri og ekki eins þéttari svo það fer ekki of mikið á lit, varalitapenslar eru hins vegar gerðir úr gervihárum og eru sléttari og þéttari – gallinn við að nota augnskuggaburstana er kannski helst að þú ert lengur að ná lúkkinu sem þú vilt því hann setur ekki of mikinn lit á í einu.Ráð #2

Notaðu skapalón til að gera hinn fullkomna eyeliner. Hvort sem það er með límbandi eða pappír þá er þetta ein fljótlegasta lausnin til að gera þráðbeinan og flottan spíss á nákvæmlega sama stað á báðum augunum;)Ráð #3

Setjið highlighter í varaskoruna – eða cupid’s bow – til að gera útlínur varanna ennþá meira áberandi og gefa þeim smá ljóma. Eitt af því sem ég geri dags daglega þegar ég er að mála mig er að setja Lumi highlighterinn frá L’Oreal yfir allar varirnar og meðfram útlínum þeirra. Ég geri það þó svo ég sé ekki með neitt á vörunum bara til að fá þetta detail – svo finnst mér það ennþá flottara þegar ég er með sterkan varalit. Að highlighta þær gerir það líka að verkum að þær virðast aðeins stærri og kyssilegri:)

Ráð #4

Ef þið eruð í vandræðum með að nota glimmer hvort sem það er laust eða í augnskugga – allt fer útum allt og á endanum er glimmerið komið niður á kinnar þá er gott að muna að vera alltaf með límband við hendina. Ég er alltaf með eina rúllu í makeup töskunni minni til öryggis. Þið leggið límbandið bara yfir það svæði sem glimmerið sem þið viljið burt er á og takið límbandið svo varlega af og endurtakið þangað til húðin er hrein af glimmeri og það er bara þar sem þið viljið að það sé. Svo gætuð þið þurft að laga aðeins húðina undan límbandinu en það fer eftir því hversu sterkt það er. Það er t.d. sniðugra að nota bara venjulegt skrifstofu límband heldur en sterkt teip:)

Ef þið eruð í vandræðum með eitthvað sem viðkemur makeupi og vantar ráð til að redda því endilega skjótið á mig línu – ernahrund@trendnet.is – þá set ég það með í næstu færslu:)

EH

Litir Haustsins - Bordeaux

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Guðrún Ýr

    31. October 2012

    elska svona góð ráð, segi eins og Íris meira svona ;)

  2. Lilja

    21. March 2013

    Hvernig er sniðugast að búa til svona skapalón? Er kannski hægt að kaupa svoleiðis einhversstaðar?