Mér finnst ótrúlega gaman að deila alls konar ráðum sem ég hef lært í gegnum árin með konum í kringum mig. Sum ráð eru sparnaðarráð og önnur hjálpa þér og flýta fyrir þér til að ná fullkomna lúkkinu! Ég held það sé kominn tími til að maður deili nokkrum sniðugum ráðum með lesendum;)
Ráð 1:
Blandið saman ólíkum litum af farða til að ná fullkomna litnum fyrir ykkur. Þær sem hafa farði í förðunarskóla ættu að kannast við þetta þar sem 4 litir af farða eru venjulega í start kittinu hjá þeim 2 fyrir gula húð, 2 fyrir rauða húð, annar er ljós en hinn er dökkur. Svo lærir maður að blanda litunum saman og liturinn sem fellur alveg inní húðina þína er rétti liturinn fyrir þig. Þetta er sniðugt sérstaklega á sumrin þegar við fáum smá lit í andlitið þá þarf ekki að vera alltaf að kaupa sér nýjan og nýjan lit heldur bara einn aðeins dekkri og blanda honum svo saman við gamla litinn ykkar.
Ráð 2:
Notið primer! Undravara sem allar konur ættu að eiga. Primer undirbýr húðina fyrir förðunarvörurnar sem fara á húðina, hvort sem það er að slétta úr yfirborði húðarinnar svo farðinn falli ekki ofan í lýtin eða til að gera augnskugga endingarbetri og litsterkari. Ég er rosalega hrifin af Studio Secrets primernum frá L’Oreal og nota hann t.d. í allar sýnikennslurnar mínar.
Ráð 3:
Ef augnskuggarnir ykkar, púðrið, kinnalitirnir eða eitthver púðurkyns förðunarvara brotnar hjá ykkur þá þá þurfið þið sko alls ekki að henda vörunni! Safnið öllu pigmentinu fyrir í boxinu, mölvið það vel niður t.d. með gaffli, hellið nokkrum dropum af sótthreinsi yfir púðrið og þéttið það niður með fingrunum vöfnum inní plastfilmu. Sumar vörur er líka hægt að þrýsta niður með smápening vafinn inní plast. Plastið kemur í veg fyrir að fita af fingrunum smitist í pigmentið – þá getu varan eyðilagst. Leyfið vörunni loks að þorna yfir nótt.
Ég vona svo sannarlega að þessi ráð hjálpi ykkur eitthvað aðeins og ég birti fleiri seinna;)
EH
Skrifa Innlegg