Í kvöld er ég á fullu – í vikunni sem er að hefjast er ég að setja í fimmta gír þegar kemur að framleiðslu fyrir efni og frágangi þá því sem er tilbúið fyrir 5. tölublað Reykjavík Makeup Journal sem er væntanlegt núna í lok maí. Þema blaðsins er sumarið og brúðkaup og ég verð að segja það sjálf að þetta verður flottasta blaðið hingað til. Ég var sjálf alveg ótrúlega ánægð með það síðast en ég held að þetta verði enn betra.
Sjálf er ég komin í mikið sumarskap og stútfull af hugmyndum fyrir farðanir og húðumhirðu sumarsins svo er maður voðalega rómatískt þenkjandi með sitt eigið brúðkaup framundan svo mér hefur þótt voðalega gaman að vinna allt brúðarefnið og það verður sko áberandi í blaðinu því lofa ég :)
Á þriðjudaginn er stór myndataka framundan – við skjótum nánast allt myndefni fyrir þetta blað sjálf held í alvörunni að svona 60-70% af myndefni blaðsins verður eitthvað frá okkur og þannig vil ég hafa það. Mér finnst skemmtilegast sjálfri að skoða svoleiðis myndir og mér finnst það gera blaðið enn veglegra og persónulegra. Svo ég er að gera mig reddí fyrir langan dag í miklu fjöri.
Svo kvöldið snýst um að skrifa, klára efni til að skila inní uppsetningu og próförk já og leita að innblæstri fyrir komandi viku. Meðal myndanna sem við þurfum að taka eru vörumyndir bæði fyrir stakar vörutegundir og hópmyndir – hvert fer maður þá annað en á Pinterest. Reyndar sanka ég líka helling að myndum að mér úr tímaritum en ég vildi samt sýna ykkur hvernig fíling ég er í þó ég viti að ég geti kannski ekki alveg farið overboard í þessu þá fæ ég alla vega góðar hugmyndir og það er fyrir öllu.
Svo er ég líka með opin augun fyrir innblæstri að því hvernig ég get tekið myndir af vörum fyrir bloggið. Myndefni skiptir mig miklu máli bara til að hafa fegurð yfir síðunni minni. Mér finnst alltaf skemmtilegra að skoða blogg þar sem myndefni er fallegt sem er ein af aðalástæðum fyrir ást minni á hinni norsku Camillu Pihl – hún er ein af fyrirmyndunum mínum það er bara þannig ;)
Eigið þið góða viku***
EH
Skrifa Innlegg