Vá hvað ég vona að skólafranskan mín sé ekki að bregðast mér núna – það væri smá leiðinlegt – en endilega leiðréttið mig þá;)
Ef þið eruð aðdáendur H&M þá ættuð þið nú að kannast við nafnið Alber Elbaz en hann er hönnunarstjórinn hjá Lanvin. Fyrri hluti sýningarinnar fannst mér flottastur – dökkt og ljóst – dásamleg snið – flotti detailar eins og þykku gull beltin og slaufurnar. Mjúku stílhreinu silkikjólarnir í lokin eru kannski ekki alveg minn stíll en mjög fallegir engu að síður.
Mæli með að þið rennið yfir myndirnar og sjáið hvort þið kannist kannski ekki við stílinn hans Albers frá því í H&M línunni um árið;)
Ég held ég sé farin að breytast í eitthverja smá grunge týpu er að fýla líka smoky lúkkið á augunum við niður sleikta hárið. Kannski er ég bara búin að fylgjast of vel með tískusýningunum fyrir næsta sumar og hausinn á mér bara alveg orðinn forritaður fyrir það – komumst að því eftir tæpt ár;)
Dress 3, 4, 6 og 10 eru mín uppáhalds!
EH
Skrifa Innlegg