fbpx

Langar þig í Mia 2 frá Clarisonic – merktu #clarisonic_iceland

Ég Mæli MeðHúðLífið Mitt

Það er nú ekki langt síðan ég sagði ykkur frá því að Clarisonic burstarnir væru væntanlegir í sölu á Íslandi. Ef þið eruð búin að gleyma því þá kíkið endilega á færsluna HÉR. Nú styttist enn meir í komu burstanna til landsins svo það er um að gera að kynna ykkur enn betur fyrir þeim.

Ég gerði stutt video þar sem ég reyndi að koma að öllum helstu upplýsingunum um burstana og þessum kostum sem ég sé við að nota húðhreinsibursta. Innan skamms kemur svo sýnikennsluvideo þar sem ég sýni ykkur hvernig ég nota burstann minn. Ég mæli með að þið veljið HD gæði til að sjá videoið í fullum gæðum.

En eins og nafn færslunnar gefur til kynna þá ætlar Clarisonic að gleðja einhverja tvo sem eru spenntir fyrir að prófa burstana…

Mia-2_3-new-coloursEf þig langar að fá einstakt tækifæri til að prófa Clarisonic á undan öðrum þá ætla ég í samstarfi við Clarisonic hér á Íslandi að gefa tveimur heppnum eintak af Miu 2! Hér er um að ræða æðislega græju sem gerir húðhreinsunina ykkar enn einfaldari. Með Miu 2 fylgir sensetive burstahaus, prufa af Clarisonic hreinsi, hleðslutæki og box utan um græjuna svo þið getið ferðast með burstann.

Ef ykkur langar að eiga séns á að eignast Miu 2 farið þá inná Instagram, smellið af ykkur einni selfie og skrifið svo með henni afhverju ykkur langar í græjuna. Munið svo að smella á follow hjá Clarisonic á Íslandi @clarisonic_iceland tagga síðuna á myndina og merkja hana með #clarisonic_iceland.

Þið hafið frá deginum í dag og út mánudag til að merkja ykkar myndir og komast í pottinn en á þriðjudaginn birti ég myndir sigurvegaranna hér á síðunni minni.

Ég er svo yfir mig hrifin af þessum æðislegu hreinsiburstum og ég efast ekki um að þið verðið það líka. Kostirnir við burstana eru ótalmargir en þeir helstu eru án efa:

  • Með því að nota Clarisonic færðu 6x betri húðhreinsun en með handhreinsun.
  • Burstarnir eru alveg vatnsheldir svo það er lítið mál þó það sullist smá vatn á þá.
  • Sonic tæknin í burstunum nuddar andlitið og örvar þannig starfsemi húðarinnar.
  • Með svona djúpri hreinsun verður húðin miklu hreinni og laus við alls kyns óhreinindi sem geta komið í veg fyrir að efnin í kremunum sem við notum virki til fulls – en þegar húðin er svona tandurhrein virkar allt betur.
  • Burstarnir henta öllum aldri og öllum húðgerðum – þið veljið bara bursta í takt við ykkar týpu.
  • Eftir svona þriggja vikna notkun á Clarisonic verður húðin svo hrein og falleg að það nær engri átt!

Ég hlakka til að sjá myndirnar ykkar og ég vona að ykkur lítist vel á Clarisonic – hér er um að ræða eitt vinsælasta húðvörumerkið í heiminum í dag. Hrein húð er klárlega jólagjöfin í ár ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

6 nýjir mattir varalitir frá Maybelline

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Ásta

    9. October 2014

    Úúú…. spennandi! Ég mun klárlega taka þátt í þessum leik ;)

  2. Bergdís

    10. October 2014

    Hæ hæ veistu svona sirka hvenær þessi snild kemur í búðir á íslandi

  3. Helga

    10. October 2014

    já hvenær kemur þetta í búðir hér???

  4. Sæunn

    11. October 2014

    Ég tryllist af spenningi yfir þessum, ég er búin að liggja yfir umsögnum um hann og hef bara varla lesið annað en eitthvað dásamlegt! Frábært að þetta sé lokins komið til landsins :)

  5. MM

    14. October 2014

    Of sein?
    Þarf að verða hrein.
    Kv. MM