fbpx

Lag dagsins…

Jól 2015Lífið Mitt

Hvernig væri að byrja fallegan mánudagsmorgun með því að hlusta á glænýjan og dásamlegan texta og söng við eitt af lögum Michael Jackson sem var sett saman fyrir góðgerðarframtakið Geðveik Jól og jafnvel styrkja frábært málefni í leiðinni. Ég mæli alla vega með því!

Í ár ákvað eitt af fyrirtækjunum sem ég vinn fyrir að taka þátt í Geðveik Jól hér fyrir neðan sjáið þið framlag okkar til keppninnar sem ber nafnið Lyftum lífinu hærra. Hér sjáið þið mig takast á við nýtt hlutverk og nýtt starf sem ég get ný bætt við á troðfulla ferilskránna en það er að leika í tónlistarmyndbandi. Fallegasti Tumalingurinn fær auk þess að vera með en ég fékk lánaðan herramann í hlutverk pabbans en Aðalsteinn heldur því nú fram að hann hafi lánað okkur mæðginin, það er bara vitleysa hann var bara fastur í vinnu svo ég fékk hann Aron lánaðann í smástund :)

En ég er svo ótrúlega stolt að fá að vera partur af þessu fallega verkefni og ég er svo ánægð með málefnið en við völdum að styrkja Líf Styrktarfélag.

Geðveik Jól snýst um að gefa tilbaka, við að sjálfsögðu keppum á milli okkar um titilinn Geðveikasta jólalagið og ég held að við séum að fara að vinna þetta – eða það vona ég alla vega, keppnisskapið mun ábyggilega fara með mig ;) En í átakinu taka 8 fyrirtæki og við leggjum fram myndband og hátíðlegt lag, sumir semja sitt eigið, aðrir nota lög sem eru til en semja nýja texta – allt er þetta í boði. Úrslitin ráðast með hjálp dómnefndar sem gefur lögunum stig eftir einhverjum stöðlum sem ég þekki ekki alveg en svo getum við fengið auka stig eftir því hvernig okkur gengur í söfnuninni. Fyrirtækið sem safnar mestu fær 3 auka stig, næsta fær 2 auka stig og það þriðja fær 1 auka stig.

Málefnið sem við hjá Besteller völdum er Líf styrktarfélag. Hér er um að ræða félag sem ég styrki mikið sjálf en ég er einlægur aðdáandi Kvennadeildar Landspítalans en ég eins og margir vita dvaldi mikið inná spítala á báðum meðgöngunum mínum. Ég er búin að styrkja okkur nú um 10.000kr og mér finnst það varla nóg því svo mikil er þörfin á meira fjármagni inná þessa deild. Hér er félagið að vinna að því að búa betri aðstöðu inná Kvennadeildinni, þarna fer mikilvæg starfsemi fram og við konur munum flestar einhver tíman fara þarna inn á lífsleiðinni. Þarna liggja ekki bara konur á meðgöngu, í fæðingu og á sængurlegu en líka þegar ýmsar aðgerðir eru gerðar og vitið þið það er svo mikilvægt að umhverfið sé gott.

Endilega skoðið undirsíðuna okkar á heimasíðu Geðveik Jól til að sjá hvernig þið getið hjálpað okkur að styðja við gott málefni…

TEAM BESTSELLER FYRIR GEÐVEIK JÓL

Að lokum yrði ég og mitt samstarfsfólk svo innilega þakklátt ef þið væruð til í að dreifa boðskapnum okkar og vonandi styrkja okkur. Það getið þið gert með ýmsum leiðum og endilega deilið þessari færslu á Facebook með því að smella á Like takkann hér að neðan svo flestir sjái og taki þátt. Við viljum að sjálfsögðu ná að safna sem mestu til að gefa Líf styrktarfélagi en það er sko brýn nauðsyn að laga ýmsa hluti inná Kvennadeild Landspítalans.

Ykkar stórleikkona,

Erna Hrund

Gjafaleikur: Fallegt leikteppi

Skrifa Innlegg