Þegar orðið lærasokkar kemur upp eru eflaust margir sem tengja þá við kynþokka og nærföt – á þessari stundu tengi ég þá við þægindi. Ég er búin að vinna í kringum sokkabuxur í nokkur ár núna og alltaf heyrt reglulega minnst á það hvað lærasokkar væru þæginlegir fyrir óléttar konur – eftir að hafa prófað það sjálf núna á minni meðgöngu get ég svo sannarlega stutt þá fullyrðingu!
Ég fann fyrst fyrir því komin rúma 7 mánuði að ég gat ómögulega verið í sokkabuxum. Fram að 7. mánuðinum gat ég notað All Colors sokkabuxur og svo nokkrar svona tísku sem voru ekki með neinum stuðningi eða aðhaldi – núna eru þær farnar að síga niður…. Svo þarna var komið mitt tækifæri til að prófa lærasokkana. Mér finnst reyndar þæginlegast að vera í meðgöngusokkabuxum innan undir svo set ég lærasokkana yfir. Þeir sem ég hef verið að nota eru allir með sílikonrönd svo þeir haldast uppi en stundum hef ég notað einföld sokkabönd með – bara svo ég þurfi ekkert að pæla í þeim.
Lærasokkar: tískulína Oroblu
Ég nota mest meðgöngusokkabuxurnar frá Oroblu mér finnst þær bara gefa lang besta stuðninginn bæði yfir magann og bakið og núna þegar kúlan mín er aðeins farin að síga þá halda þær líka vel undir hana svo mér líður ekki eins og ég þurfi að halda undir soninn allan daginn svo ég detti ekki fram fyrir mig.
Það er til ótrúlega mikið úrval af lærasokkum og ég mæli hiklaust með því að ef þið eruð að lenda í vandræðum með að passa í buxur og sokkabuxur að þið prófið eitt par. Þeir sem ég nota mest núna eru svartir 50 dena sokkar – því þeir passa bara við allt!
EH
Skrifa Innlegg