Kremaugnskuggar eru í miklu uppáhaldi hjá mér einfaldlega vegna þess að þeir eru svo einfaldir í notkun og flesta er hægt að bera á bara með fingrunum. Ég hef alltaf verið hrifin af því hvernig gylltir tónar og fjólubláir blandast fallega saman og nú er komið að því að þið fáið að sjá hvað ég meina með því!
Hér eru vörurnar sem ég notaði:
- Byrjið á því að bera kremaða kopar litinn yfir allt augnlokið – uppað globuslínunni og alveg uppvið augnhárin.
- Bætið fjólubláa kremskugganum við yst á augnlokið og blandið litunum saman í miðjunni. Ef ykkur finnst þið hafa farið of langt með fjólubláa litinn þá er einfalt að bæta bara smá af kopar litnum yfir.
- Því næst setti ég mjóa línu með svarta eyelinernum meðfram efri augnhárunum og í vatnslínuna – þegar maður notar svona blautan eyeliner þá lekur hann aðeins niður og þá kemur svona smá smudge fílingur í kringum neðri augnhárin.
- Svo er um að gera að bæta við nóg af maskara ég setti næringuna undir maskarann og þá verða þau fyllri og mér finnst maskarinn bæði auðveldari í ásetningi og hann verður einhvern veginn fallegri – fyrir utan það að augnhárin fá góða næringu.
- Að lokum setti ég varalitinn sem er eiginlega eins og að bera á sig gloss nema liturinn endist ótrúlega vel – hann fær matta og flotta áferð en hann þornar á vörunum svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að bæta á hann eftir að hafa borðað nokkrar sneiðar af dýrindis jólakjöti. En ef þið viljið meiri glans þá er lítið mál að setja bara gloss yfir varirnar – að er aðeins auðveldara að bæta á hann því varirnar eru nú þegar mótaðar og tilbúnar undir.
Þessi förðun fer þeim sem vilja helst vera með nude varir á jólunum þá er gaman að gera aðeins meira fyrir augun. Persónulega finnst mér að maður ætti ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að liturinn á augnskugganum og jóladressinu passi ef ykkur finnst flott að vera í grænum kjól með gylltan og fjólubláan augnskugga þá er það flott:D
EH
Skrifa Innlegg