Það vantaði bara tígrisdýr, fíla og górillur á Kenzo sýninguna sem fór fram í París í dag þá hefði gestum ábyggilega liðið eins og þeir væru inní dýpstu frumskógum Afríku.
Hönnuðirnir Humberto Leon og Carol Lim hafa á undarförnu ári tekið merkið og breytt því í flott, vinsælt tískumerki – stjörnurnar í tískubransanum hafa t.d. varla sést í öðru en grænu jersey peysunni sem Andrea skrifaði um daginn HÉR – en í þessari línu finnst mér munstrin bera af. Hér sjáið þið 9 af 40 lúkkum sem komu niður pallinn:
Mér finnst þetta merki koma ótrúlega sterkt inn með þessa línu þó svo að ég hefði viljað sjá sum dressin aðeins meira stílhreinni og ég veit ekki alveg með allt musntrið á þessum palli – kannski aðeins of mikið….
EH
Skrifa Innlegg