Kalda opnaði nýja heimasíðu í dag – ótrúlega flott hjá þeim systrum og gaman að geta skoðað collectionin hjá þeim, myndirnar eru alltaf svo flottar. Hér fyrir neðan eru uppáhalds lúkkin mín og ég get ekki beðið eftir að sjá þau á RFF á morgun:) Mér finnst línurnar hjá þeim systrum alltaf flottar en hef ekki enn gerst svo fræg að eignast flík frá þeim, það breytist vonandi í ár.
Getið skoðað heimasíðuna HÉR
Sjáumst svo í bænum á Tískuvökunni í kvöld – Kalda er eitt af merkjunum sem tekur þátt og því er opið í versluninni þeirra, Einveru, til klukkan 21. Sjá meira um Tískuvökuna HÉR.
EH
Skrifa Innlegg