fbpx

Just Cavalli – Draumur Aðdáenda Fallegra Jakka

Alltaf þegar ég held að ég sé komin með uppáhalds línuna mína þá kemur eitthver og reyndir að stela titlinum.

Just Cavalli er hluti af veldi Roberts Cavalli, merkið er stílað inná yngri markhóp og eins og þið sjáið þá er það gert fullkomnlega með línunni fyrir næsta sumar. Falleg blá munstur sem maður getur líka fundið á gömlu bollastelli inní skáp hjá ömmu í bland við nýmóðins snið og létt efni. Hlébarða munstrið sem blandast þarna inní ætti síðan ekki að koma aðdáendum Cavallis á óvart því það hefur lengi verið eitt af hans aðaleinkenum í gegnum árin.

Jakkarnir allir eru uppáhalds flíkurnar mínar í þessari línu og ef þið skoðið myndirnar hér fyrir neðan þá ætti það ekki að koma ykkur á óvart. Elska hvað hver og einn jakki hefur sitt séreinkenni og það besta er að það eru engir tveir eins.
Mér finnst virkilega skemmtilegur heildarsvipur á línunni sem sameinar töffaraskap og mýkt – ætli þessi tvö orð og þessar oftast andstæður nái ekki að vera orðin sem lýsa þessum flíkum best.

Förðunin er mjög flott ég fann því miður engar betri close-up myndir þar sem sýningin fór bara fram núna fyrr í dag.

Sæl og Sátt

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Rut R.

    22. September 2012

    vávvvv glansandi peysan er æði!!!! ..þessi fjórða neðsta! :)

  2. Halla

    22. September 2012

    Já peysan er falleg..