fbpx

Jólaföt fyrir Tinna & Tuma

Jól 2015MömmubloggTinni & Tumi

Mig langar að taka það fram í byrjun að færslan er ekki kostuð á neinn hátt, hún er hins vegar unnin í samstarfi við Name It sem lánaði mér föt á strákana til að prófa heima. Ég tók myndir af mínu eigin frumkvæði og við foreldrarnir völdum svo föt úr þessum dressum sem við keyptum á strákana :)

Mig langar að byrja á því að segja ykkur frá smá sem ég lærði í fyrra… Maður má aldrei fara í desember að kaupa jólaföt á börn því jólafötin eru þá bara alveg búin!! Ég lærði þessa lexíu í fyrra þegar ég fór í Name It um miðjan desember og kom að öllu tómu. Það voru reyndar eftir einar buxur í stærðinni hans Tinna svo ég var smá heppin ég held meirað segja að þeim hafi verið skilað bara daginn áður. En í alvörunni hver vissi þetta og sagði mér bara ekki frá þessu!! En ég lærði mína lexíu og í ár kom ég meirað segja degi of snemma :D En jólafötin eru komin í hús og mér datt í hug að gera smá skemmtilega færslu úr því á blogginu. Ég valdi tvö dress á drengina sem ég fékk svo að máta á strákana með Aðalsteini til að átta okkur á því hvað myndi passa þeim best því við sjáum það fyrir okkur þannig að þeir muni verða í sömu fötum í brúðkaupinu okkar svo við vorum mjög mikið að pæla í þessu. Við viljum einhvern vegin helst að þeim líði vel og þeir geti hreyft sig og gert það sem þeira vilja :)

En hér sjáið þið drengina tvo í dásamlegum jóladressum sem við enduðum síðan á að blanda aðeins saman og það eina sem bræðurnir munu eiga sameiginlegt verður blá hneppt peysa :)

jóladress7

Dress #1 Tinni Snær 3 ára

Mér finnst alltaf voðalega kjút að sjá svona sæta stráka með slaufu og þessi litur finnst mér æði en þessi slaufa varð fyrir valinu og þessi fallega skyrta. Mér finnst þetta mjög fínleg skyrta sem mun ganga vel líka í brúðkaupinu.

Vestið finnst mér æði og það hefði auðvitað verið mega kjút að hafa þá í vestum í stíl en þessi eru líka til í dökkbláu en okkur fannst hitt fara þessum sætu strákum okkar betur. Buxurnar eru svo svakalega klassískar og góðar, beinar, gott að hreyfa sig í og úr mjúku efni. En hinar buxurnar urðu fyrir valinu.

jóladress8 jóladress4

Dress #1 Tumi 3 mánaða

Mig langaði svo mikið að hafa hann í skyrtu og haldið þið að það hafi ekki komið alveg æðislegar skyrtusamfellur í Name It! Þær eru ábyggilega búnar eða alveg að verða búnar svo hafið hraðar hendur ef ykkur vantar svoleiðis. Ég vildi nefninlega skyrtusamfellu sem lítur út eins og skyrta og þessi er þannig hún er æði! Ég keypti tvær eina í 62 og aðra í 68 ég veit bara hvað er erfitt að fá svona svo ég ætlaði alls ekki að missa af þeim!

Vestið er svo sjúklega sætt en mér fannst bláa peysan sem þið sjáið næst svo ofboðslega falleg að ég gat ekki sleppt henni! Ég er enn óviss með buxurnar svo við erum ekki komin með buxur á Tuma ég þarf aðeins að melta þær en ekki of lengi því þá verður allt kannski búið…

jóladress3 jóladress5

Dress #2 Tinni Snær 3 ára

Þessar buxur!! Ég elska þennan lit þær eru svona gul brúnar og alveg sjúklega flottar! Svo þið sjáið nú að slaufan og buxurnar verða í stíl. Svo er það bláa peysan hér sem við völdum mér finnst hún svakalega falleg og það verður líka þá þægilegt fyrir hann að fara úr henni ef honum verður of heitt.

Þessi skyrta finnst mér líka æði. Eitt af því sem ég elska við Name It er hvað skyrtuúrvalið er alveg frábært. Tinni Snær á helling af skyrtum og þær eru allar jafn flottar. Hér er hann svo með bláa slaufu en það kom alveg hellingur af slaufum fyrir jólin mér finnst það æði því ég er slaufukjella ;)

jóladress6 jóladress

Dress #2 Tumi 3 mánaða

Hér er það svo fallega peysan en sjón er sögu ríkari hún er alveg æðislega falleg og svo silkimjúk. Hún er líka til grá, hér er ég að pæla eins það er ekkert mál að taka hann úr peysunni ef honum verður of heitt.

Bolurinn finnst mér hrikalega kjút en þetta eru axlabönd og svo yfirskegg sem kemur eins og slaufa. Eini gallinn var að hann er svo lítill að ég hefði viljað að þetta væri samfella. En ég var svo sem búin að ákveða skyrtuna þarna en ofboðslega kjút bolur engu að síður og svo mjúkur og sætur.

jóladress2

Superman!

Svo eins og þið áttið ykkur á þegar þið hafið lesið ykkur í gegnum þetta þá blönduðum við þessum dressum saman á strákunum. Mér finnst þessi dress þau mjög flott en við svona gerðum þau aðeins meira þannig að þau myndu passa við bæði tilefni :)

Mæli með að þið mömmurnar farið og kíkið á jólafötin í Name It þau eru líka bara á mjög góðu verði. Bara alls ekki bíða jafn lengi og ég gerði í fyrra því þá verður úrvalið bara alls ekki jafn mikið og ef þið viljið eitthvað hafa eins og stráka eða stelpur í stíl þá er hætt við að stærðirnar séu mikið til búnar í því sem þið viljið.

Nú vantar mig bara skó… Hvar fær maður góða spariskó á svona litla stubba??? Plís deilið ;)

Erna Hrund

Heima er best!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Rebekka Kristinsdóttir

    8. November 2015

    Ég fann skó á minn 7.mánaða í Lindex í smáralindinni, æðislegir svartir og mjúkir eins og mokkasíur nema með smá útflúri, ég einmitt keypti þá strax svo ég gæti verið örugg fyrir jólin ;)

  2. Þórunn Guðmundsdóttir

    9. November 2015

    Ég fékk rosa sæta spariskó á minn tæplega 3 ára gutta í Fló og fransí, þar sem Pipar og salt var. Alveg frábær þjónusta þar! :)