Ef ég hefði bara orku og bak til að vera í svona fallegum skóm þá myndi ég fá mér þessa á stundinni, þeir eru glænýjir frá Jeffrey Campbell og að mínu mati passa þeir við allt. Sjáum til eftir að litli kútur mætir kannski verð ég heppin og næ þeim á útsölum í janúar.
Ég held samt að það hafi verið góð ákvörðun að kaupa enga háa hæla á meðgöngunni – en það er erfitt þegar svona fegurð er í boði.
Minni á Kolaportið í morgun, ætli ég taki svo ekki last tékk á skápnum í kvöld og bæti einhverjum gersemum við:)
EH
Skrifa Innlegg