Áður en ég byrja – vá hvað konan í neon buxunum skemmdi myndirnar fyrir mér. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá myndalistann lítinn var hvaða voða litadýrð væri í þessari haust- og vetrarlínu.
Æðislegir leðurjakkar með feldi voru flíkurnar sem gripu helst mína athygli hjá Jason Wu. Sýning tælenska/kanadíska fatahönnuðarins fór fram í gær á tískuvikunni í New York. Svarti „liturinn“ var allsráðandi það er svolítið erfitt að horfa á þetta þar sem ég er farin að þrá það að koma í smá litaskap. Ég held að ég hafi varla farið í litaða flík síðan ég átti. Hvítt, svart, brúnt og grátt ræður algjörlega ríkjum. En já það er greinilegt að skv Jason verði nauðsynlegt að eiga leðurjakka með feldi fyrir næsta vetur, minn er kominn í hús alla vega. Kraginn er líka áberandi hvort sem það er skyrtukragi eða rúllukragi sem er svipað og hefur verið vinsælt í vetur líka. Það er svo sem ekki mikið nýtt að sjá finnst mér hjá Jason nema kannski þessi koparbrúni litur sem kemur þarna á nokkrum stöðum – mér finnst hann svolítið smart. En það er ekki hægt að slá það fast að hann verði einn af trendum næsta veturs fyr en aðeins fleiri sýningar eru afstaðnar – en ég er til!
Þessi blái litur finnst mér alveg æðislegur – fullkominn fyrir veturinn. Svo er ég líka ótrúlega skotin í makeup-inu. Svona langt frá er það mjög svipað makeup-inu sem var á sýningunni hans Jasons fyrir haustið 2011 en ég á enn eftir að finna nærmynd til að skoða það betur.
NY tískuvikan byrjar vel – hvað finnst ykkur?
EH
Skrifa Innlegg