fbpx

Íslensk snyrtivara tilnefnd til virtra verðlauna

Blue LagoonÉg Mæli MeðSnyrtivörur

Á hverju ári eru verðlaunin Danish Beauty Awards afhent en að þeim kemur fagleg dómnefnd sem sker úr um það hvaða snyrtivörur sem eru fáanlegar á dönskum markaði hafa þótt skara fram úr á síðastliðnu ári.

Dómnefndin samanstendur af 12 manneskjum sem á einhvern hátt tengjast hinum stóra heimi snyrtivaranna. Makeup Artistar, Beauty Editors, innkaupastjórar í snyrtivöruverslunum, húðlæknir og förðunarbloggarar er meðal þeirra sem skipa dómnefndina

Mér fannst mjög gaman að renna í gegnum tilnefningarnar og sérstaklega þegar ég sá margar vörur sem ég hef sjálf notað og fjallað um hér á síðunni. Hér sjáið þið nokkrar af þeim vörum sem lesendur mínir ættu að kannast við af blogginu sem fengu tilnefningar….

En ein vara stóð þó sérstaklega uppúr og gladdi sérstaklega mitt íslenska hjarta en það var að sjá vöru frá Bláa Lóninu tilnefnda. Rich Nourishing rakakremið frá Blue Lagoon er tilnefnt í flokkinum „ÅRETS NICHEPRIS“ – flokkur þar sem vörur sem þykja hafa sérstöðu á markaðnum og eru aðeins fáanlegar á útvöldum stöðum. Frábær staðfesting fyrir þessar gæði þessara vara. En eina snyrtivörurnar eru ekki beint til sölu í Kaupmannahöfn nema þá í vefverslun Blue Lagoon.

Sjálf er ég nýbyrjuð að nota þetta krem ég fékk prufu af því og ég er mjög hrifin og ég varð það strax við fyrstu snertingu. Það er mjög þykkt og drjúgt og hugsað fyrir þurra húð. Kremið inniheldur þörunga sem eiga að örva kollagen myndun húðarinnar. Það gefur sumsé þurru húðinni þá fyllingu og næringu sem hún þarf. Mér finnst það líka draga úr pirringi í húðinni vegna rakans og það viðheldur vel rakamagni í húðinni. Ég hef tekið eftir því síðustu daga að farðar endast betur á húðinni minni þegar ég er með þetta krem undir en oft áður. En fyrir þær sem eru með þurra húð þá er alltaf mikilvægt að nota góða næringu áður en þið berið farða á húðina, því annars dregur húðin í sig rakan úr farðanum sem endist þar af leiðandi ekki eins vel eða eins lengi.

Rich Nourising Cream og Danish Beauty Award 2014

Svona fagleg verðlaun eru að sjálfsögðu góð staðfesting á gæðum snyrtivara og frábært hrós fyrir merkin sem hljóta tilnefningarnar. Ég býð spennt eftir að sjá úrslitin sem verða kynnt þann 29. apríl. Frábær viðurkenning fyrir þetta íslenska snyrtivörumerki en sama krem fékk líka tilnefningu í NUDE Beauty Awards í lok síðasta árs.

Ég fyllist svona hálfgerðu íslendinga stolti þegar ég sé íslendinga eða íslenskar vörur standa sig vel á erlendum markaði – Áfram Ísland!!

EH

Annað Dress: Sýning Hildar Yeoman

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Ella

    1. April 2014

    Hæhæ

    Myndirðu segja að Blue Lagoon kremið hjálpi manni til að fá svona “dewy” áferð á húðina? (undir farða) – og takk fyrir skemmtilega og fróðlega síðu! :)

    • Takk fyrir falleg hrós:D En sko ég myndi segja að kremið gæfi húðinni mikinn raka og þar af leiðandi fallega áferð og nú er ég búin að prófa alls kyns farða, bb og cc krem yfir kremið og mér finnst áferðin alveg æðisleg! En með dewy áferð þá auðvitað er helst mælst til þess að rakakremið sé alveg þornað svo það kemur kannski ekki beint dewy áferð nema þú notir þannig primer t.d. eða L’Oreal Lumi farðann eða Smashbox Halo farðann. Getur líka notað rakan svamp til að fá meira wet lúkk á húðina ;)

      • Ella

        2. April 2014

        Já ég skil, takk ;)

  2. Íris

    2. April 2014

    Langar að spurja er þetta fyrir allar húðtýpur? Er með blandaða húð og vantar svo gott rakakrem