fbpx

Instgram Veggurinn Minn

Ég var svo glöð þegar ég sá hvaða mynd Pattra valdi í Instagram leiknum HÉR því hún var í 2. sæti hjá mér. Ég var svo innblásin þegar ég sá þessa mynd að ég settist niður valdi myndir bæði af mínum og Aðalsteins Instagram myndum skaust svo inní Hans Petersen og fékk svo þessar flottu myndir í hendurnar á föstudaginn. Gærdagurinn fór svo í að hengja þær upp og ég hlakka til að bæta við fleiri myndum sérstaklega af bumba litla sem fer að láta sjá sig bráðum – bara rúmir 2 mánuðir til stefnu!Myndirnar lífga svo sannarlega uppa stofuna okkar og ég nýt þess að líta upp og sjá fullt af fallegum myndum. Takk Anna Björg fyrir innblásturinn!

Ég hengdi mínar bara upp með kennaratyggjói en notaði hallamál til að passa uppá að þær væru nú ekki skakkar.

EH

Helgarlúkkið

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Jovana

    14. October 2012

    Oh, þetta er nátturulega snilld! Ég er einmitt BARA með myndir af minni prinsessu inná instagram sem ég er búin að vera að safna fyrir prentun! Það er vist hægt að fara á http://printstagr.am/ og þau prenta út myndirnar þínar og senda þér, kostar ekki nema 12 dollara minnir mig :)

  2. Auður

    14. October 2012

    Virkilega flott, smá forvitni: í hvaða stærð léstu prenta þetta út í ? og eins þurftiru að skila þessu á einhverju sérstöku formati ?

  3. Reykjavík Fashion Journal

    14. October 2012

    Já við höfum reynt þetta prinstagram dæmi þrisvar sinnum og þeim hefur alltaf tekist að klúðra því:/

    En ég heyrði bara í þeim hjá Hans Petersen og spurði hvort þeir gætu ekki prentað þær út í svona venjulegri stærð 10×15 minnir mig og ég svo bara klippt þær til – þeir sögðu að það væri lítið mál og skáru þær meirað segja til fyrir mig. Ég lét framkalla 36 myndir og borgaði fyrir það rúmar 2000:) en ég kom þeim inní tölvuna í gegnum Iphoto og setti þær bara á cd disk og fór með í framköllun:)

  4. Bára

    15. October 2012

    Ég er með vona sniðugt forrit frá þeim í tölvunni minni. Getið nálgast það þarna með því að smella á “sækja hugbúnað” http://www.hanspetersen.is/?pageid=45
    Þar inni getur maður hlaðið upp í pöntun og fær að vita hvað hún kostar, bætt inn athugasemdum (eins og láta klippa þær til). látið senda sér heim með póstsendingu eða valið að sækja í verslun.

  5. Bára

    15. October 2012

    voða*