fbpx

Húrra fyrir druslugöngunni!

Lífið Mitt

Núna um helgina fór fram hin árlega drusluganga sem gengin er frá Hallgrímskirkju. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna sem hefur fengið mikla athygli fjölmiðla síðustu daga.  Meðal annars hefur verið fjallað um það hvernig í ósköpunum réttarkerfið getur ekki tekið almennilega á málum um kynferðislegt ofbeldi eins og nauðgun og refsað þeim sem eiga það skilið en ekki fórnarlömbunum sem þurfa á stuðningi að halda.

Á facebooksíðu göngunnar stendur:

„Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Færum skömmina þar sem hún á heima! “

Ég komst þvið miður ekki í ár og mér þykir það miður því hér er á ferðinni málsstaður sem vert er að berjast fyrir og vekja athygli á af öllum lífs og sálarkröftum. Síðasta helgin í júlí er í eigu mömmuhópsins míns en þá förum við í árlega útilegu með alla krakkana. Ég sendi því hlýjar stuðningshugsanir til þeirra sem gengu druslugönguna á laugardaginn frá tjaldstæðinu við Apavatn þar sem ég náði því miður ekki í 3G til að hvetja ykkur kæru lesendur til að mæta á staðinn og gefa þessu málefni ykkar hvatningu.

10501761_10204405258882455_2545455213436863767_n

Með leyfi mömmu minnar fékk ég þó að birta mynd af henni og litlu frænku minni sem létu sig ekki vanta í gönguna en þessi yndislega systurdóttir mömmu minnar er ein af því frábæra og duglega fólki sem stóð að baki göngunni í ár. Ég verð að senda öllum þeim sem komu að þessum frábæra viðburði stórt hrós og knús fyrir ótrúlega vel unnin störf – síðustu daga hefur verið talað um fátt annað en gönguna og hún fengið að eiga athygli margra fjölmiðla. Myndir frá göngunni hafa breyðst um alla samfélagsmiðla og ég brosti breitt þegar ég fór í gegnum þær og sá mannfjöldan sem hafði safnast – talið er að 11.000 manns hafi mætt – æðislegt!

Leyfum svo frábæru lagi druslugöngunnar að óma um ókomna tíð:

Áfram druslugangan – áfram við og færum skömmina þar sem hún á heima – ekki bara í druslugöngunni heldur allan ársins hring!

EH

Aukahlutir frá Sephora

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    28. July 2014

    Vonandi verður þetta árlegt! Flott framtak!

    • Karen

      28. July 2014

      Þetta er búið að vera árlegur viðburður frá 2011 ;)