fbpx

Hreiðurgerð

Fyrir HeimiliðHeimaföndurLífið MittMeðganga

Ég er að missa mig í hreiðurgerðinni þessa daga – svo mér fannst mjög gaman að lesa þetta inná ljosmodir.is í morgun.

“Þú hefur líklega mikla þörf fyrir að vera í hreiðurgerð! Margar konur finna hjá sér þörf fyrir að vera að þrífa allt hátt og lágt. Passaðu þig bara á því að vera ekki að standa upp á stól eða tröppu alveg sama hversu mikið ryk þér finnst vera þarna uppi. Mundu að það er mikilvægt að hvíla þig vel og að létt hreyfing s.s. stuttar gönguferðir eru af hinu góða.”

Ég mætti samt alveg vera duglegri í þrifunum en það kemur að þeim í þessari viku. En ég er helst í því að mæta heim með ný húsgögn og skrautmuni. Kertastjakarnir á myndinni komu heim með mér úr Kringluferð í gær. Þeir eru úr Söstrene Grene og kertin úr Tiger. Með þeim er svo fallegi kertastjakinn frá Finnsdóttir sem fæst í Mýrinni og að sjálfsögðu kerti frá heimaföndraranum.

Ég er ótrúlega skotin í nýju kertastjökunum og mér finnst koma skemmtilea út að vera með lituð kerti í þeim. Þessir 2 minni voru á 1100kr og sá stærri á 1400 kr – finnst það ekkert verð!

EH

Jólalína L'Oreal - Demantar!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Theodóra Mjöll

    4. December 2012

    Guð minn ég man eftir þessu! Ég vildi hafa allt hvítt og hreint og þurfti að hafa mig alla við að mála ekki sjónvarpið hvítt því mér fannst það of dökkt og drungalegt!
    Ég gekk meira að segja svo langt að ég straujaði allt! Meira að segja sokkana á litla gaur því það varð að vera allt fullkomið þegar hann kæmi í heiminn :) hhaha….kexrugluð!

  2. Reykjavík Fashion Journal

    4. December 2012

    hahaha já ég er einmitt á þessu stigi – strauja allt! og mér sem finnst það hundleiðinlegt ég er ekki alveg að skilja hvað er að koma yfir mig. Svo er ég bara svo orkulaus að ég sit heima í sófa og bilast yfir því að geta ekki tekið til allt draslið sem er hérna en það verður gert þegar kallinn er búinn að klára að hengja upp nokkra hluti;)

  3. Andrea

    4. December 2012

    Langar þig ekki að skrifa skemmtilega hluti um hreiðurgerð í Bókina :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. December 2012

      Jú það væri nú kannski gaman:) – ég var reyndar líka með aðra sögu sem mig langaði að senda á þig – kannski ég skelli bara í bæði og þú getur bara valið á milli ef þér líkar við þær;)