fbpx

How to: Skyggingartrio frá Sleek

Ég Mæli MeðHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég kolféll fyrir einni dásamlegri vöru fyrir stuttu og ég er búin að vera að bíða eftir að hún verði fáanleg aftur hjá henni Heiðdísi minni til að þið sem heillist af henni með mér getið haft tækifæri til að prófa. Varan heitir Face Form og er frá breska merkinu Sleek…

sleekpalletta11

Hér sjáið þið pallettuna sem frískar svo sannarlega uppá húðina og mótar á ótrúlega flottan hátt andlitið. Ég er búin að nota þetta púður mjög mikið undanfarið og sérstaklega í brúðarförðunum þar sem þær hafa undantekningarlaust dáðst að púðrinu og útkomunni.

Til að sjá alveg hvað púðrið getur gert verðið þið að fá að sjá fyrir og eftir – hér sjáið þið fyrir…

sleekpalletta9

Andlitið er auðvitað dálítið flatt og litarhaftið alveg jafnt – mér finnst dáldið gott alltaf að lýsa því þannig að með farða og hyljara gerum við hinn fullkomna grunn til að byggja ofan á sem við gerum með hjálp mótunarvara.

sleekpalletta8

Hér sjáið þið pallettuna Face Form í litnum Light – HÉR sjáið þið Face Form palletturnar frá Sleek en þær fást á Haustfjörð.is og eru til í þremur litum, Light, Fair og Medium. Ég nota púðurburstann úr Travel Essentials frá Real Techniques í pallettuna og alla litina – ég hef ekkert fyrir því að skipta um bursta fyrir hvern lit, það er alveg óþarfi.

sleekpalletta7

Hér sjáið þið svo eftir myndina – falleg áferð á húðinni ekki satt :)

sleekpalletta5

Svo varð ég auðvitað að gera smá útskýringar mynd á því hvar ég setti hvaða lit. Brúna litinn nota ég í skyggingar til að móta andlitið – þar sem brúna línan er. Svo set ég kinnalitinn í epli kinnanna þar sem bleiki hringurinn er og loks nota ég highlighterinn til að draga fram þá hluta andlitsins sem standa fram – til að draga þá enn framar. Svo er highlighterinn fullkominn yfir aunglokin svona dags daglega til að fríska uppá ásýnd augnanna og gefa þeim ljóma.

sleekpalletta3

Einn af helstu kostunum við Face Form að mínu mati er að dökki mótunarliturinn er alveg mattur – það er fáránlega erfitt að finna alveg mattan fallegan lit sem er ekki of kaldur og ekki of heitur og ég held að þetta sé bara einn sá flottasti sem ég hef átt. Ekkert glimmer engin sansering bara fullkominn litur til að móta.

Mér finnst þessi palletta gefa húðinni fullkomna mótun og ég mæli eindregið með þessari pallettu – hún er líka á frábæru verði bara 2890kr  – fyrir þrjá liti! Mæli með að þið skellið ykkur á þessa áður en hún klárast aftur :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Langar þig í Mia 2 frá Clarisonic - merktu #clarisonic_iceland

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sandra

    9. October 2014

    Vá ég verð að prófa þessa. En áttu einhver ráð um umhirðu og vörur fyrir ungar stelpur sem eru bara að byrja að fá fílapensla og bólur?

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. October 2014

      Já það virkar alltaf best að fá sér bara góðar hreinsivörur og hreinsa húðina kvölds og morgna. Fílapenslar og bólur eru mikið til vegna óhreininda sem eru bara í umhverfinu í kringum okkur sem setjast í húðholurnar okkar og við þurfum að hjálpa húðinni að losna við :) Það eru til mörg flott merki sem bjóða uppá vörur fyrir unga húð t.d. Neutrogena, Garnier og Biotherm – kíktu endilega á þær vörur :)

    • Inga Rós

      10. October 2014

      Mæli með Neutrogena, er mjög gjörn á að fá bólur en keypti olíulaust rakakrem og húðhreinsi frá þeim fyrir nokkrum vikum og finn mikinn.

      • Inga Rós

        10. October 2014

        “mun” átti að vera þarna í lokin :D

  2. Sandra

    10. October 2014

    já takk, ég prófa það ;)