fbpx

Heimaföndur

Það er búin að vera rosaleg vinntörn í gangi hjá mér síðasta mánuðinn svo inná milli þegar ég tek mér pásu frá verkefninu þá finnst mér voða gaman að dunda mér smá. Dundur gærkvöldsins voru að búa til myndakerti. Ég mætti í föndurbúð eftir að hafa rekist á hugmyndina í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla og fékk leiðbeiningar og upplýsingar um hvað ég átti að kaupa svo keypti ég nokkur kerti til að prófa. Svo fór ég bara á google þar sem ég fann fullt af fallegum myndum ég var með ákveðnar hugmyndir í kollinum og leitaði að fallegum dýramyndum í svart hvítu og reyndi að hafa svolítinn vetrarfíling í þeim. Í morgun kveikti ég á einu kertinu og krosslegg fingur um að þetta hafi nú allt saman tekist hjá mér – en þá ætti myndin að mynda hjúp utan um kertið og lýsast upp eftir því sem loginn fer neðar – ég læt vita hvernig allt gengur inná Instagram seinna í dag;) Hér sjáið þið svo kertin sem ég gerði.Svo ætla ég að búa mér til 4 aðeins jólalegri kerti með gamaldags jólasveinamyndum sem verða síðan sett á disk og skreytt með könglum sem ég fer og týni í kringum húsið mitt. Það verður aðventukransinn í ár:)Mæli með Hús og Híbýli fullt af skemmtilegum hugmyndum!

EH

Amma Mín er Best

Skrifa Innlegg

31 Skilaboð

  1. Álfrún

    13. November 2012

    Vel gert ! Var þetta lítið mál?

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2012

      Ekkert mál;) – tók um það bil 2 mín að líma myndina á kertið. Bara hafa aðgang að góðum laserprentara og þá er málið dautt!

      • Hildigunnu

        13. November 2012

        Hvernig lím notaðiru?

        • Reykjavík Fashion Journal

          13. November 2012

          Mitt heitir Decoupage og gefur matta áferð og er eiginlega sealer. Ég fékk það í föndurbúðinni í Holtagörðum en það er uppselt en væntanlegt í vikunni:) Svo nota ég líka pappír sem ég keypti þar sem er með svona mattri áferð.

  2. Bára

    13. November 2012

    Vá hvað þetta er fallegt. Góð hugmynd í jólaföndrið :)

  3. Rakel

    13. November 2012

    Æðislegt! Ég ætla að ráðast í þetta verkefni á næstu vikum og lauma með í nokkra jólapakka :)
    Keyptiru einhvern sérstakan pappír til að prenta myndirnar á eða varstu bara með þennan venjulega prentarapappír?

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2012

      Já ég keypti pappír sem starfsfólkið í föndurbúðinni mælti með í Holtagörðum mælti með en svo fór ég í föndurbúðina á Skólavörðustíg áðan til að kaupa meiri pappír og þá var mér sagt að pappírinn skipti ekki máli – það væri límið sem yrði að vera rétt. Ætla samt að fara aftur í Holtagarðana og kaupa sama pappírinn aftur kunni vel við áferðina á honum mött og flott:):)

  4. Sonja

    13. November 2012

    Vá! En flott hjá þér Erna snillingur.
    Er að fara að gera svona í næstu viku í vinnunni. Hlakka til!

    S.

  5. Hildur

    13. November 2012

    Er það bara þetta sérstaka lím, pappír og kerti sem þarf í þetta :) ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2012

      Það er víst límið sem er það sem verður að vera rétt – mitt heitir Decoupage og gefur matta áferð og er eiginlega sealer. Ég fékk það í föndurbúðinni í Holtagörðum en það er uppselt en væntanlegt í vikunni:) Svo nota ég líka pappír sem ég keypti þar sem er með svona mattri áferð.

  6. Svart á Hvítu

    13. November 2012

    Snilli;) Límið sem ég notaði í H&H heitir Modge Podge.. fékk það einmitt í Föndurbúðinin Holtagörðum…:)

  7. dagny bjorg from FEEL INSPIRED

    13. November 2012

    Ég trylltist úr jólatilklökkun við að lesa nýja H&H! Þetta kemur mjög flott út hjá þér og sniðug aðventukransahugmynd :)

  8. Sigrún

    13. November 2012

    Hvað heitir þessi föndurbúð? :)

    og fannstu þessar myndir á netinu eða hvað? :D geggjað fallegt

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2012

      Þetta er bara allt af google – láttu bara hugann reika:) En þetta fæst allt í föndurbúðinni í Holtagörðum – bara ein þar svo hún ætti ekki að fara framhjá þér;)

  9. Guðbjörg

    13. November 2012

    Það er vel hægt að nota Mod Podge límlagg (decoupage) (Fæst í Föndru líka) en það er ekki gefið út til þess og engin ábyrgð tekin á t.d. eldhættu. Það eru framleidd sérstök eldtefjandi kertalím sem eru líka sniðug :)

    • Guðbjörg

      13. November 2012

      LímLAKK á þetta auðvitað að vera ;)

  10. Anna Björnsdóttir

    14. November 2012

    Prentaðir þú myndirnar í einhverri ákveðinni stærð? …eða bara eins og þú save-aðir þær í tölvuna?

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. November 2012

      Ég stækkaði þær allar þannig þær myndu passa á a4 í landscape – komu stundum hvítir kantar og blöðin voru aðeins of stór f. kertin sem ég var með þannig ég reif bara aðeins kantana af, kemur þá svona flott áferð líka á myndirnar:)

  11. V

    14. November 2012

    Þetta er rosalega flott hjá þér, mig langar að biðja þig um linkinn á hreindýrið, er búin að gúggla en finn ekki þessa mynd – hún er svo falleg.
    V

      • ingibjörg

        20. November 2012

        Hæ,´

        langaði svo að vita hvað þú googlar til að fá svona flottar myndir ?
        kv. Ingibjörg

  12. Fanney Gunnarsdóttir

    20. November 2012

    Ég held að þú verðir að kasta inn einhverjum idiot-proof leiðbeiningum. Þetta er algjör snilld! :)
    Myndi virka að nota bara venjuleg hvít prentarablöð eða eru þau of þykk? Límiru beint á kertið, eða penslaru líka yfir myndina eftir að hún er komin á kertið? Kv. Ein sjúklega spennt :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. November 2012

      Já:) – það er sýnikennslukvöld framundan hjá mér svo það kemur inní kvöld eða á morgun:D

  13. Anonymous

    20. November 2012

    Flottar myndir :)
    Ert þú til í að senda mér linkin á þær, er ekki finna svona flottar myndir þó ég googli þetta.
    kv. Ingibjörg

  14. Brynjar

    26. November 2012

    Það eru yfir 150 myndir hér til að setja á kerti – fara í myndir og síðan albums

    facebook.com/fondurlist

    þið getið breytt myndunum í http://www.picmonkey.com – frítt forrit – setja inn texta – breyta bakgrunni osfv…

    Límlakk er ekki eldfimt efni
    bera bara á pappírnn – síðan festa á kertið – *** alls ekki setja á kertið fyrst
    svo bara vara varlega með þessi kerti eins og önnur kerti

    Föndurlist – Holtagörðum

  15. Vilborg

    12. December 2012

    Hæ hæ þetta er rosalega flott hjá þér,en ertu til í að senda mér svona myndir takk takk :)

  16. Karolína

    27. November 2014

    Ég ætlaði að fara að gera svona um helgina og var búin að leita ráða og þá var mér einmitt sagt að setja alveg nóg af þessu lími fyrst á kertið, láta það þorna og setja svo aftur á blaðið og svo líma það á ? er það alveg nó nó ?
    á að setja límið bara á blaðið, bæði undir og yfir þá eða ? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. November 2014

      Ég gerði þetta alla vega svona – setti nóg af lími bara á blaðið og beint á kertið og svo doppaði ég líminu létt yfir myndina en þó þarf að passa uppá að ef þú er með útprent úr blekprentara að það getur færst til. En ef þú ert áhugasöm um þetta þá gerði ég sýnikennsluvideo með því hvernig ég gerði mín kerti. Mín heppnuðust öll mjög vel og brunnu bara mjög fallega og ekkert slys varð ;) En það eru ábyggilega til alls konar aðferðir við að gera þetta en lykilatriðið er að vera með rétta límið!

      Hér er videoið – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/kertafondur-synikennsluvideo/