Það er búin að vera rosaleg vinntörn í gangi hjá mér síðasta mánuðinn svo inná milli þegar ég tek mér pásu frá verkefninu þá finnst mér voða gaman að dunda mér smá. Dundur gærkvöldsins voru að búa til myndakerti. Ég mætti í föndurbúð eftir að hafa rekist á hugmyndina í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla og fékk leiðbeiningar og upplýsingar um hvað ég átti að kaupa svo keypti ég nokkur kerti til að prófa. Svo fór ég bara á google þar sem ég fann fullt af fallegum myndum ég var með ákveðnar hugmyndir í kollinum og leitaði að fallegum dýramyndum í svart hvítu og reyndi að hafa svolítinn vetrarfíling í þeim. Í morgun kveikti ég á einu kertinu og krosslegg fingur um að þetta hafi nú allt saman tekist hjá mér – en þá ætti myndin að mynda hjúp utan um kertið og lýsast upp eftir því sem loginn fer neðar – ég læt vita hvernig allt gengur inná Instagram seinna í dag;) Hér sjáið þið svo kertin sem ég gerði.Svo ætla ég að búa mér til 4 aðeins jólalegri kerti með gamaldags jólasveinamyndum sem verða síðan sett á disk og skreytt með könglum sem ég fer og týni í kringum húsið mitt. Það verður aðventukransinn í ár:)Mæli með Hús og Híbýli fullt af skemmtilegum hugmyndum!
EH
Skrifa Innlegg