fbpx

Heba Þórisdóttir í Nýju Lífi

Á ferð okkar um landið var komið við á bensínstöð og splæst í nýjasta tölublað Nýs Lífs. Það var þó ekki hin sænska Loreen sem sló í gegn hjá mér þó ég hafi verið spenntust fyrir því viðtali. Í blaðinu var einnig stutt viðtal við eina af fyrirmyndunum mínum í makeup heiminum, hana Hebu Þórisdóttur sem býr og vinnur í LA.

Hér eru nokkur af hennar verkum:

Meðal þeirra sem hún farðar reglulega fyrir kvikmyndir eru: Scarlett Johansson, Kristin Wiig, Cate Blanchett og Lucy Liu. Einnig hefur hún unnið mikið með leikstjóranum Quintin Tarantino og sá þá meðal annars um förðunina í Kill Bill þríleiknum, Inglorious Basterds og í nýjustu mynd hans Django Unchained. Svo sá hún líka um förðunina í vinsælu gamanmyndinni Bridesmaids! Myndirnar hér fyrir ofan eru allar fengnar á heimasíðunni hennar HÉRsem ég hvet ykkur til að kíkja á því þar er margt sem þið ættuð að kannast við.

Heba sá um förðunina á leikkonunni Kristin Wiig í myndinni Bridesmaids og á síðustu Óskarsverðlaunahátið.

Það sem heillaði mig mest í viðtalinu var hvað hún virðist vera down to earth miðað við með hvernig og fyrir hvernig fólk hún vinnur. Hún lýsir því líka hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag og talar um hvað henni finnst margar ungar stelpur vera á villigötum með það hvernig á að mála sig – kemur þar inná púðurmeikin og svörtu augabrúnirnar.

Þetta viðtal er skyldulesning fyrir stelpur sem eiga stóra drauma í förðunarbransanum. Því þarna sjáum við að það er allt hægt með metnað og drifkraft að vopni.

Iris Apfel - The Movie

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Heba

    9. September 2012

    Takk fyrir mig!

  2. Reykjavík Fashion Journal

    10. September 2012

    Svo sjálfsagt mál! og takk fyrir mig sömuleiðis hef ofboðslega gaman af því að skoða vinnuna þína:)