Á ferð okkar um landið var komið við á bensínstöð og splæst í nýjasta tölublað Nýs Lífs. Það var þó ekki hin sænska Loreen sem sló í gegn hjá mér þó ég hafi verið spenntust fyrir því viðtali. Í blaðinu var einnig stutt viðtal við eina af fyrirmyndunum mínum í makeup heiminum, hana Hebu Þórisdóttur sem býr og vinnur í LA.
Hér eru nokkur af hennar verkum:




Meðal þeirra sem hún farðar reglulega fyrir kvikmyndir eru: Scarlett Johansson, Kristin Wiig, Cate Blanchett og Lucy Liu. Einnig hefur hún unnið mikið með leikstjóranum Quintin Tarantino og sá þá meðal annars um förðunina í Kill Bill þríleiknum, Inglorious Basterds og í nýjustu mynd hans Django Unchained. Svo sá hún líka um förðunina í vinsælu gamanmyndinni Bridesmaids! Myndirnar hér fyrir ofan eru allar fengnar á heimasíðunni hennar HÉRsem ég hvet ykkur til að kíkja á því þar er margt sem þið ættuð að kannast við.

Heba sá um förðunina á leikkonunni Kristin Wiig í myndinni Bridesmaids og á síðustu Óskarsverðlaunahátið.
Það sem heillaði mig mest í viðtalinu var hvað hún virðist vera down to earth miðað við með hvernig og fyrir hvernig fólk hún vinnur. Hún lýsir því líka hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag og talar um hvað henni finnst margar ungar stelpur vera á villigötum með það hvernig á að mála sig – kemur þar inná púðurmeikin og svörtu augabrúnirnar.
Þetta viðtal er skyldulesning fyrir stelpur sem eiga stóra drauma í förðunarbransanum. Því þarna sjáum við að það er allt hægt með metnað og drifkraft að vopni.
Skrifa Innlegg