Allt er nú til! Í gærkvöldi rakst ég á þessa stórskemmtilegu nýjung frá Sigma Brushes. Þetta er hanski sem er sérhannaður til að þrífa förðunarbursta….
Eins og þið sjáið þá eru tvær hliðar á hanskanum, önnur er til að þrífa bursta fyrir andlit og hin er fyrir bursta sem ætlaðir eru augum. Svo er mismunandi munstur fyrir það sem þú ert að gera, hreinsa, skola og móta. Mér finnst eiginlega stórkostlegt að einhverjum hafi dottið þetta í hug – ég er alls ekki að dissa hugmyndina – mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg vara. Reyndar held ég að það sé alls ekki nauðsynlegt að eiga hanskann en það er ábyggilega gaman að þrífa burstana sína með honum – það þarf reyndar ekki mikið til að gera það skemmtilegra En ég held að ég haldi mig bara við sjampóbrúsann góða og handabakið – reyndar finnst mér líka mjög gott að nudda burstunum bara í sápustykki og skola svo vel úr.
EH
Skrifa Innlegg