fbpx

Hanski til að þrífa burstana þína

makeupMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Allt er nú til! Í gærkvöldi rakst ég á þessa stórskemmtilegu nýjung frá Sigma Brushes. Þetta er hanski sem er sérhannaður til að þrífa förðunarbursta….


Eins og þið sjáið þá eru tvær hliðar á hanskanum, önnur er til að þrífa bursta fyrir andlit og hin er fyrir bursta sem ætlaðir eru augum. Svo er mismunandi munstur fyrir það sem þú ert að gera, hreinsa, skola og móta. Mér finnst eiginlega stórkostlegt að einhverjum hafi dottið þetta í hug – ég er alls ekki að dissa hugmyndina – mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg vara. Reyndar held ég að það sé alls ekki nauðsynlegt að eiga hanskann en það er ábyggilega gaman að þrífa burstana sína með honum – það þarf reyndar ekki mikið til að gera það skemmtilegra En ég held að ég haldi mig bara við sjampóbrúsann góða og handabakið – reyndar finnst mér líka mjög gott að nudda burstunum bara í sápustykki og skola svo vel úr.

EH

Frá öðru sjónarhorni

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Elísabet Ormslev

    19. February 2013

    Ég hef því miiiiiður heyrt frekar slæma hluti um þennan hanska, en maður veit aldrei!

  2. Elísabet Ormslev

    19. February 2013

    Allt of dýr þegar þú getur auðveldlega þvegið burstana þína alveg nógu vel með sjampói og höndum.
    Hvað er ekki gert til að græða these days?

  3. amanda Lív

    11. February 2016

    Hvað kostar þessi hanski ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. February 2016

      Vá hvað þú ert dugleg að lesa aftur í tímann! Nú bara veit ég það ekki því miður en þeir hafa fengist hjá fotia.is :)