fbpx

Gwyneth fyrir Hugo Boss

Ég Mæli MeðFræga FólkiðIlmirNýtt í snyrtibuddunni minni

Ef þið eruð þið eitthvað líkar mér – s.s. löngu farnar að taka eftir snyrtivörunýjungum í erlendum tímaritum og bíðið óþolinmóðar eftir komu þeirra til Íslands – þá hljótið þið að vera búnar að taka eftir nýjustu herferðinni fyrir nýja Hugo Boss ilminn með Gwyneth Paltrow í aðalhlutverki. Ilmurinn er BOSS JOUR Pour Femme og kveikjan að ilminum er fyrsta birta dagsins.

„Dagurinn byrjar í britingu – stýrðu því sjálf hvernig hann verður.“

Þetta er önnur herferðin sem Gwyneth situr fyrir í fyrir merkið en áður kynnti hún ilminn BOSS NUIT Pour Femme sem kom í sölu síðasta vetur. Það má segja að þeir hjá Hugo Boss hafi ákveðið að gera nú eiginlega andstæðu þess ilms. Auglýsingin var mun dekkri í sér enda verið að auglýsa ilmvatn sem hentar á kvöldin og meiri dulúð ríkir yfir þeim ilmi á meðan mér finnst betra að lýsa JOUR ilminum sem léttum og ferskum.

Gwyneth er valin sem andlit ilmanna ekki vegna ómótstæðilegrar fegurðar – það er óumdeilt – en einnig vegna þess að það eru eflaust margar konur sem geta samsvarað sig í henni. Þó hún sé fræg leikkona sem er hundelt af ljósmyndurum þá er hún líka mamma sem fer með krakkana sína í skólann, fer svo á mikilvæga fundi og eldar svo kvöldmat fyrir fjölskylduna þegar hún kemur heim. Ég veit ekki með ykkur en ég Gwyneth fangaði mig strax í auglýsingunni fyrir ilminn – þar sem hún geislar af sjálfsöryggi og yfirvegun. Mér finnst hún henta ótrúlega vel sem andlit Femme ilmanna.photo copy

Gwyneth Paltrow:
„BOSS JOUR Pour Femme er bjartur, fallegur og ferskur ilmur – sem kemur manni í gott skap. Það er eitthvað svo ljúft og gleðilegt við ilminn, hvernig hann hressir og gefur orku. Þetta er yndisleg leið til að byrja daginn“

Topptónn ilmsins eru sítruskeimur greipávaxtarblóms og límónu. Í hjarta ilmsins eru það blómanótur sem taka við, fresía, dalalilja og geitatoppur (honeysuckle). Í grunninum eru það dýpri tónar sem taka við – hvítt birki og kremkennt raf – með þeim á að endurspegla hinn kvenlega styrk sem við búum allar yfir.

Einfaldleikinn ræður ríkjum í umbúðum ilmvantsins – það er í sömu umbúðum og NUIT ilmurinn nema glasið er hvítt. Tappinn minnir á kristal og hann endurkastar birtu fallega frá sér. Birtan á að minna á fyrstu geisla dagsins. imageMín glös standa nú hlið við hlið. Það er ótrúlega gaman að finna muninn á ilmunum – þeir eru svo ólíkir en það er samt sem áður svo margt sem sameinar þá.

Ilmvatnið er nýtt hér á Íslandi og næst þegar ykkur vantar ilmvatn þá mæli ég með að þið tékkið á þessum. Hann hentar vel til að gera mann tilbúinn fyrir daginn – sjálf á ég erfitt með mig þegar ég vakna og sé þetta hrikalega veður útum gluggann minn sem er búið að vera. Þá hjálpar það mér mikið að spreyja á mig gott og kraftmikið ilmvatn.

EH

Lífrænt vottaðar förðunarvörur

Skrifa Innlegg