fbpx

Góðgætisilmurinn BonBon

Ég Mæli MeðFallegtFashionIlmirNýtt í snyrtibuddunni minniStíll

Loksins, loksins, loksins er dásamlegi nýji góðgætisilmurinn, Bon Bon frá Viktor and Rolf á leið í verslanir en hér er á ferðinni alveg einstaklega vel heppnað ilmvatn í einum fallegustu umbúðum sem sést hafa. Þegar þeir félagar sögðu hönnuðunum sínum frá hugmyndinni að glasinu var þeim sagt að þetta væri ekki hægt – en a lokum tókst það og þar af leiðandi varð til eitt skemmtilegasta ilmvatnsglas fyr og síðar.

bonbon6

Þeir félagar Viktor og Rolf eru ekki mikið í því að senda frá sér ný ilmvötn, þeir senda ekkert frá sér nema það sé alveg eins og þeir vilja hafa það og það á við um BonBon. Ilmvatnið verður ekki fáanlegt á mörgum stöðum hér á landi en það verður þó til í þeim helstu eins og í Hagkaup Smáralind og Kringlu en ég er ekki alveg með alla staðina á hreinu en ég skal bæta þeim við seinna :)

bonbon7

Sjáið þessa flösku – ég bilast!

bonbon2

Kassinn sem kemur líka utan um ilmvatnsglasið sjálft er alveg dásamlegur og það er allt ótrúlega veglegt í kringum ilmvatnið.

bonbon

Ilmurinn samanstendur af nokkrum tónum en þó eru eftirfarandi helst áberandi, sólber, appelsína og karmella sem gerir ilminn dáldið sætan og tengir hann sjálfan vel við nafnið sitt.

Toppnótur:
Kjarni úr tangarínu – Sólberja þykkni – Appelsínu kjarni

Hjartanótur:
Þykkni úr Appelsínu blómi – Jasmínu þykkni – Ferskju þykkni

Grunnótur:
Gualac viðar kjarni – Sedrusviðar kjarni – Karmellu þykkni

bonbon3

Þetta er alveg ilmur sem verður eiginlega ávanabindandi og hann vekur athygli – ekki bara glasið heldur hef ég líka verið spurð útí hvað ég sé með á mér þegar ég er með þennan.

Slaufulaga glasið finnst mér mjög kvenlegt, elegant og er algjörlega í tísku núna. Slaufur eru hinn fullkomni fylgihlutur alveg eins og BonBon ilmvatnið!

bonbon5

Fyrst þegar ég fékk ilminn fékk ég svona lúxussýnishorn sem var bara mini útgáfa af nákvæmlega þessu glasi – ótrúlega flott eins og allt sem þeir félagar gera. Mæli með að þið kíkið á BonBon við fyrsta tækifæri!

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Sigurvegarinn í afmælisleik Burt's Bees er...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ástbjörg Kornelíusdóttir

    5. November 2014

    Ég fékk prufu af þessum ilm og mér finnst hann algjört æði væri til að fá þennan ilm um um hann er svo góður takk