Þó svo við Íslendingar séum kannski ekki mörg hver sem höldum uppá Valentínusardaginn þá finnst mér samt tilvalið að nýta hvern dag til að fagna ástinni hvort sem það er ást á maka eða fjölskyldumeðlim. Við erum nú flest öll svo ótrúlega heppin að eiga einhvern í lífinu sem elskar okkur skilyrðislaust og hvernig væri að nýta tækifærið og gleðja þann aðila. Ég ætla alla vega að reyna að hjálpa til og gleðja tvo lesendur með glaðningum fyrir tvo aðila og það er hans/hennar að ákveða hver fær að njóta hans líka.
Hver gjöf inniheldur þrennt, tvo ilmi frá Giorgio Armani einn fyrir dömu og annan fyrir herra og með þessu tvíeyki fylgir sitthvort 10.000kr gjafabréf á veitingastaðinn Primo sem var að opna í Þingholtsstræti nýlega. Hér fyrir neðan finnið þið smá lýsingar á ilmunum og ég hvet ykkur til að renna yfir textann því ef ykkur langar í glaðning þá verðið þið nefninlega að velja hvor pakkinn hentar ykkur og þeim sem ykkur langar að gleðja.
Ilmvantspar nr. 1 samanstendur af:
Bæði Sí Intense og Armani Code Ultimate er best líst sem ilmum sem henta þeim sem vilja hafa kryddaða og seyðandi ilmi. Þeir henta t.d. rosalega vel sem kvöldilmir en ég notaði sjálf mikið Sí Intense ilminn um jólin og þegar það var sem dimmast úti fyrir. Sí ilmirnir eru ótrúlega vel heppnaðir og með komu þess þriðja sem er hér fyrir neðan er þrenningin fullkomnuð. Hér fyrir neðan eru léttar lýsingar á ilmunum tveim hér fyrir ofan þó þið sjáið þrjá af tónunum sem einkenna þá á myndinni fyrir aftan flöskurnar.
Sí Intense er kryddaður en dömulegur ilmur sem kom á markað í lok síðasta árs. Ilmurinn er hannaður með kraftmiklar og kjarkaðar konur í huga og á ilmurinn að láta okkur upplifa einmitt þær tilfinningar. Ilmurinn er veigameiri og með djarfari blöndu en Sí eau de Parfum sem kom fyrstur svo allir þessir þrír ilmir fá að njóta sín hver og einn en samt er svo margt sem sameinar þá líka. Ilmurinn samanstendur af sólberjum, mandarínu, bergamot og fresíu í toppnum. Í hjartanu taka við May Rose og neroli og loks eru það patchouli, vanilla og viður sem dýpka ilminn í grunninn.
Armani Code Ultimate ilmurinn er karlmannlegur og seyðandi. Ilmurinn kom fyrst á markað árið 2012 og var hugsaður sem djúpur og karlmannlegur ilmur sem væri dýpri en sá sem á undan kom. Ilmurinn er skemmtileg blanda af ferskum og djúpum tónum og saman mynda þeir virkilega flotta útkomu. Í toppnum eru það mandarína, greip og stjörnu anise sem fanga athyglina. Cedar, Cyprus og ólífu blóm taka við í hjartanu og blandast skemmtilega við grunninn sem eru viðarnótur, tonka baunir og vanilla. Það má því eiginlega segja að það sé vanillan í grunninn sem bindur þessa tvo skemmtilegu ilmi saman.
Ilmvatnspar nr. 2 samanstendur af:
Hér sjáið þið þriðja og þann nýjasta frá Giorgio Armani fyrir dömurnar sem er Sí eau de Toilette. Hann er léttur og frísklegur og hentar mjög vel með sport herrailminum, hér fáið þið nokkra punkta um þessa tvo ilmi.
Sí eau de Toilette er sá léttasti af þessum þremur Sí ilmum og sá allra nýjasti. Hann er nýkominn til landsins og er alveg fullkominn léttur ilmur fyrir vor og sumar. Svona frísklegur sem er tilvalið að nota eftir góða sundferð og til að fríska uppá vitin. Eins og fyrir alla Sí ilmina þá er það hin dásamlega Cate Blanchett sem er andlit þeirra. Hún passar sérstaklega vel í hlutverkið að mínu mati og hentar vel fyrir þessa þrjá ilmi. Í topp ilmsins er það pera sem er ríkjandi með berjum og léttum sítrus ilm. I hjarta ilmsins eru blóm ríkjandi meðal annars rósir og Fresía. Í grunninn er það svo viðarnótur sem eru ríkjandi og dýpka ilminn og vanilla gerir hann svo mildari.
Armani Code Sport er frísklegur herrailmur sem er einmitt fullkomið að vera með í ræktartöskunni til að fríska uppá vitin eftir góða æfingu. Þetta er skemmtilegur andstæðuilmur sem er með tónum sem spila skemmtilega saman og gera það af verkum að ilmurinn er í senn frískandi og karlmannlegur. Toppur ilmsins samanstendur af þremur mismunandi tegundum af piparmyntu, maður getur rétt ímyndað sér hvað það tók nef ilmsins langan tíma að stilla saman til að fá hárréttan piparmyntutón. Í bland við myntuna er það mandarína sem blandast svo við sítrónu og engifer í hjartanu. Í grunn ilmsins eru svo vatnskenndar nótur, vetiver og amber sem eiga lokatónana.
En ef þið vitið ekki hvaða staður Primo er þá er það staður sem er nýbúinn að opna í Þingholtsstrætinu. Þar er hægt að fá dýrindis ítalskan mat og ég get sagt það hreinskilningslega þó ég sé ekki sjálf búin að prófa að þá áttu nokkrar vinkonur mínar bágt með sig þegar staðurinn lokaði á Grensásveginum. En ég get vonandi glatt þær og aðra með þessum tíðindum – pestóið á víst að vera sjúklega gott. Ég fletti upp staðnum á Facebook og fékk að láni nokkrar myndir. Ég veit ekki með ykkur en ég fékk vatn í munninn þegar ég fór í gegnum myndirnar og átti smá bágt með mig en ég er alltaf svöng þessa dagana og mig dreymir um mat – ég kenni krílinu í maganum um :D
En eins og ég segi hér fyrir ofan þá fylgir sitthvort 10.000kr gjafabréfið með hvoru ilmparinu svo þú getur farið útað borða með þeim sem þú vilt og notið t.d. þessara flottu rétta. Gjafabréfið gildir fyrir tvo og fyrir mat og vín frá sunnudegi til fimmtudags og það er margt girnilegt í boði.
Það sem þið þurfið að gera er að:
1. Deila þessari færslu með því að ýta á LIKE takkann hér fyrir neðan.
2. Smella á Like á síðu GIORGIO ARMANI ICELAND
3. Segja hvorn glaðninginn þið viljið og hvern þið mynduð gleðja með ilmi og góðum mat á Primo.
Ég ætla svo að draga út á föstudaginn svo ef ykkur langar að gleðja maka á Valentínusardaginn þá ættuð þið að geta gert það með æðislegum ilm!
EH
Skrifa Innlegg