fbpx

FW 2012 Makeup – Rachel Zoe

Blog

Ég er búin að dásama línuna hennar en nú er komið að förðuninni. Makeup lúkkið er skemmtileg blanda af 60’s og 70’s svona nútíma Twiggy lúkk. Það er sérstaklega sniðugt við hana er að það er einungis ein förðunarvara notuð í augnförðunina og það er gel eyeliner. Gel eyeliner eigum við flestar að eiga í snyrtibuddunni okkar og þið ættuð að kannast við hann frá merkjum eins og Bobbi Brown eða Mac en núna er hægt að fá þá hjá fleiri merkjum eins og Maybelline – sem er einmitt notaður í þessari förðun (hef talað um hann hér áður). Mér finnst eyeliner góð undirstaða á augun t.d. undir smoky og ég nota þá venjulega gel eyeliner eða blýant og smudge-a svo vel úr honum yfir allt augnlokið. Eyelinerinn gerir það að verkum að augnskugginn helst fullkominn á augunum allt kvöldið og hann gefur augunum svona extra drama. Ef ég er ekki að gera svart smoky þá nota ég brúnan eyeliner undir á augnlokin. Eyelinerinn er minn primer ;)

En til að ná þessu lúkki myndi ég byrja á því að setja línu með eyelinernum í globus línuna og smudge úr henni svo hún sé mjúk en ekki hvöss. Setjið svo línu með fram efri augnhárunum og bætið að lokum spíss á endann á henni sem tengist upp við línuna í globuslínunni. Setjið svo líka eyeliner meðfram neðri augnhárunum og smudge-ið vel úr honum, aftur til að línan verði ekki og hvöss því þá getið þið virðst aðeins of grimmar;) Svo er það auðvitað nóg af maskara ég myndi nota extra svartan maskara við þetta lúkk en passið ykkur ef þið eruð með viðkvæm augu eða notið linsur þá geta þessir extra svörtu stundum ert augun – ég hef reyndar ekki fundið fyrir því og ég er alltaf með linsur. Svo er það flottur nude varalitur – það er hálf óskrifuð regla að þegar maður er með mikla augnförðun að þá eigi maður ekki að vera með áberandi varir og öfugt til að draga ekki athygli frá því sem við viljum leggja áherslu á en það fer þó alveg eftir týpunum að sjálfsögðu við þetta lúkk gæti t.d. alveg verið flott að vera með ljósbleikan eða peach varalit.

EH

J.Crew FW 2012

Skrifa Innlegg