Nýtt á síðunni minni – ég les endalaust mikið af tískubloggum og fréttasíðum og kemst þar af leiðandi að ýmsu sem er í gangi eða að fara að gerast erlendis og mig langar að deila því með ykkur svo reglulega munu birtast hér stuttar tískufréttafærslur sem ég vona að ykkur líki.
Marc Jacobs ætlar að bæta nýrri deild við sitt ört stækkandi tískuveldi en fatahönnuðurinn hefur þegar hafist við að skapa sína eigin makeup línu. Hann framleiðir nú þegar m.a. ilmvötn, töskur, ipad hulstur og að sjálfsögðu fatnað svo þetta verður skemmtileg nýjung hjá honum. Svo er bara að sjá hvort eitthvað úr línunni berist nú til okkar – annars getum við alltaf treyst á eBay.
Must Have fyrir sumarið samkvæmt öllum helstu tískuspekúlöntum og bloggurum eru buxur með rönd í öðrum lit niðureftir buxunum. Buxurnar hér fyrir ofan eru frá InWear og verður spennandi að sjá hvort íslenskar verslanir taki við þessu trendi. Ég er persónulega að fýla þetta í botn sérstaklega þar sem mér finnst flíkur sem eru með lóðréttum röndum grenna.
Kavíar neglur er eitt það undarlegasta sem ég hef séð en mér finnst þetta líka svolítið skemmtilegt um leið. Að vera með naglalökk hefur orðið mjög vinsælt undanfarin ár og nýjungar í naglalakkatískunni koma reglulega á markaðinn. Eins og t.d. klofnu lökkin, multi color neglur og mött naglalökk (eins og ég skrifaði um um daginn). Ég nota naglalökk mikið og nánast aldrei án þeirra. Mér finnst þetta skemmtileg viðbót í flóruna og ég hlakka til að prófa þó það taki líklegast smástund að venjast því að vera með þetta á nöglunum. Ég sé t.d. fyrir mér að það gæti verið flott að vera með þetta marglitaða hér að ofan á einni nögl á hvorri hönd og hafa restina í einhverjum öðrum skemmtilegum lit.
EH
Skrifa Innlegg