fbpx

Förðunin á Óskarnum 2015

Fræga FólkiðmakeupMakeup ArtistStíllTrend

Varúð – þessi er löng! Ég er búin að liggja uppí rúmi síðan sonurinn vaknaði í morgun og renna í gegnum myndir frá Óskarnum, þá helst farðanirnar. Ég get ekki annað en dáðst af þessum stórglæsilegu konum sem mættu í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn í Hollywood í gær. Ein förðun vakti hrylling minn – hún fær ekki að vera með hér fyrir neðan því ég hef bara ekki pláss svo margar farðanir heilluðu mig, ef þið eruð forvitnar þá er það annars ein af mínum uppáhalds Viola Davis sem fær skammar verðlaun frá mér í ár. Less is more er orðatiltæki sem förðunarmeistari leikkonunnar ætti að tileinka sér eftir þennan viðburð.

Annars er ég búin að grandskoða allar farðanir – já ég zúmmaði, taldi svitaholur, skoðaði áferð, gerviaugnhár og fékk gæsahúð yfir öllum ljómanum sem einkenndi farðanirnar. Ég get ekki annað sagt en að ég sé í skýjunum yfir förðunartrendum kvöldsins sem eru án efa ljómi og djarfar varir!

Listinn spannar hátt í 30 farðanir allar þær sem ég heillaðist af á einhvern hátt, mínar uppáhalds farðanir sjáið þið líka hér fyrir neðan, ég átti ekki í miklum erfiðleikum með að velja þær en ég heillast yfirleitt af nokkrum hlutum og yfirleitt eru það sömu leikkonurnar ár eftir ár sem fanga athygli mína.

Lupita-Nyongo

Lupita Nyong’o

Leikkonan fagra hefur ekki verið hátt skrifuð á listum hjá mér yfir farðanir á verðlaunaafhendingum ársins, ég held satt að segja að síðast þegar ég dásamaði hana hafi það einmitt verið á Óskarnum í fyrra. Leikkonan var þó glæsileg í ár og mér finnst kjóllinn hennar alveg gordjöss! Förðunin er einföld og látlaus ljómandi augnförðun og einfaldur varalitur einkennir förðunina sem er að sjálfsögðu Lancome.

Patricia-Arquette

Patricia Arquette

Verðlaunaleikkonan er einn af sigurvegurum kvöldsins og hún var sannarlega glæsileg á rauða dreglinum. Ég kann alltaf að meta það þegar konur með húð sem er farin að eldast leyfa henni að njóta sín og reyna ekki að fela fallegu einkenni sín. Augun hennar eru fallega römmuð inn og ég er virkilega ánægð með dömuna.

Jenna-Dewan-Tatum

Jenna Dewan-Tatum

Leikkonan fagra var virkilega glæsileg, ég súmmaði vel uppá augnförðunina hennar sem er alveg fullkomin. Vængjuðu gerviaugnhárin ramma augun fallega inn og ýkja möndlulaga umgörð þeirra. Fallega áferð húðarinnar er glæsileg og förðunin er gott dæmi um fullkomna förðun fyrir Óskarinn.

Jennifer-Hudson

Jennifer Hudson

Ég hef eitt orð um þessa förðun að segja – fullkomin!! Hér er allt gert vel ekkert feilspor og ég fékk gæsahúð þegar ég sá þessa mynd!

Marion-Cotillard

Marion Cotillard

Ein af mínum uppáhalds leikkonum. Andlit Dior og ég er alltaf spennt fyrir því að sjá hvernig kjóllinn hennar verður þar sem hún fer yfirleitt óhefðbundnar leiðir í kjólavali og er yfirleitt í Haute Couture kjólum frá tískuhúsinu. Förðunin er glæsileg og ýkir hennar helstu kosti sem eru fallegu augun hennar og áferðafallega húðin – ég fæ svona smá 60’s vibe frá þessari.

Rita-Ora

Rita Ora

Önnur dama sem gefur mér svakalega 60’s vibe og minnir sannarleg á farðanir sem Edie Sedgewick og Twiggy gerðu ódauðlegar. Sannarlega glæsileg í alla staði og ég elska ljómandi áferð húðarinnar og hvernig öll förðunin tónar fullkomlega saman.

Chloë-Grace-Moretz

Chloe Moretz

Ég var í smástund að átta mig á þessari förðun, ung og glæsileg kona en eitthvað við augnskuggann sem böggaði mig, þar til ég fór að zúmma! Augnskugginn fer svo fallega við augun hennar og ef þið smellið á myndina til að stækka hana sjáið þið það líka þau verða alveg stingandi blá. Hér er frábært dæmi um hvað réttir litir geta gert fyrir augu og annað dæmi um hvað ég má ekki vera of fljót á mér að dæma. Förðunin er gerð með vörum frá Laura Mercier.

Jared-Leto

Jared Leto

Besta no makeup makeup kvöldsins – maðurinn er með fullkomna húð ég er að segja ykkur það!

Anna-Faris

Anna Faris

Leikkonan skemmtilega fylgdi eiginmanni sínum Chris Pratt á hátíðina, ábyggilega ein fyndnustu og skemmtielgustu hjón Hollywood. Mér finnst förðunin hennar virkilega glæsileg og ég varð samstundis skotin í henni þegar ég sá hana. Eins og hjá flestum leikkonum kvöldins er húðin hennar fullkomin og augun fallega innrömmuð með eyeliner og augnhárum.

Chrissy-Teigen

Chrissy Teigen

Virkilega fallegur varalitur og ein af stjörnum kvöldsins sem skartar áberandi vörum. Ég kann að meta fallega áferð varalitarins sem var þó samt ekki alveg fullkomin allt kvöldið og hefði kannski verið betra að velja ekki svona glansandi lit. Húðin er áferðafalleg og kinnarnar ljómandi!

Anna-Kendrick

Anna Kendrick

Loksins er komið að einum af mínum uppáhalds förðunum kvöldsins. Ég dýrka þegar leikkonur taka sénsa og skarta smoky förðunum á Óskarnum. Það gerist sko ekki jafn oft og þið haldið og anna fær rokkstig frá mér og sæti á topplistanum fyrir þessa förðun – LOVE IT! Förðunin var gerð með vörum frá Elizabeth Arden

Naomi-Watts

Naomi Watts

Þessi er ekki búin að fá að vera með í förðunarfærslum þessa árs en hún fær það nú fyrir varalitinn, annað rokkstig til Naomi sem sýnir það að áberandi varir eru leyfilegar sama hvað aldurinn segir til um! Elska líka áberandi plómulitinn í kinnunum hennar.

Scarlett-Johansson

Scarlett Johansson

Fullkomin náttúruleg förðun sem fer leikkonunni vel. Hún hefur nú alltaf verið þekkt fyrir sinn einstaka stíl og hún heillar hvert sem hún kemur. Ein af fallegustu förðunum kvöldsins sem engin önnur en hún hefði komist upp með.

Kerry-Washington (1)

Kerry Washington – ég skrifaði fyrst Olivia…

Ég dýrka það þegar dökkar konur skarta áberandi förðun, þær geta leyft sér meira því dökki húðtónninn þeirra dregur alltaf úr litum og styrkleika þeirra. Mér finnst hún ofboðslega falleg og ljóminn sem umlykur andlit hennar vegna farðaninnar heillar.

Julianne-Moore

Julianna Moore

Annar sigurvegari kvöldsins og sannarlega glæsileg eins og henni einni er lagið. Julianne hefur nú yfirleitt tekið meiri áhættur í förðunum á verðlaunaafhendingum heldur en nú en margar tóna farðanirnar niður fyrir Óskarinn. Detailar farðanar L’Oreal dömunnar eru þó greinilegir þegar betur er gáð að, augun eru t.d. fallega römmuð inn með brúnum tónum og ljóminn í kringum augun stafar af glimmeri í þeim lit. Julianne er með eina af þessum húðum sem virkar svo viðkvæm og brothætt og því er oft erfitt að farða þannig húðtýpur en hér er það gert fullkomlega vel.

Felicity-Jones

Felicity Jones

Ég heillaðist af þessari dömu eftir að ég horfði á The Theory of Everything, förðunin sem hún skartar hér er smá svona tease förðun. Leikkonan er voðalega viðkunnaleg í útliti en augnförðunin er flott krydd fyrir lúkkið. Förðunin var gerð með vörum frá Dior.

Lady-Gaga

Lady Gaga

Ég ætla að reyna að hafa sem minnst að segja up uppþvottahanskana – Twitter er eflaust staðurinn fyrir þær umræður. Förðunin var hins vegar einkar glæsileg eins og ávalt hjá popp drottningunni og eldrauðu varirnar eru alveg fullkomnar. Það er oft svona old Hollywood stemming yfir lúkkinu hennar Lady Gaga og þessi förðun fellur svo sannarlega í þann flokk.

Zoe-Saldana

Zoe Saldana

Þessi er glæsileg eins og alltaf hvort sem það er á Óskarnum eða bara einhvers staðar annars staðar. Ég dýrka öll smáatriðin í augnförðuninni hennar og áferð húðarinnar er lýtalaus – ein af flottustu förðunum kvöldsins.

Gwyneth-Paltrow

Gwyneth Paltrow

Þessi kona verður bara glæsilegri með aldrinum og ég elska stílinn hennar á rauða dreglinum. Kjóllinn er æði og skartið við poppar svo sannarlega uppá heildarlúkkið. Förðunin er dásamleg, húðin er lýtalaus, augun eru áberandi og varirnar í fullkomnum tóni!

Sienna-Miller

Sienna Miller

Hér sjáið þið aðra dömu sem er á topplista kvöldsins hjá mér – hún er nú yfirleitt alltaf á topplistanum hjá mér en nú er það fyrir að skarta dásamlega fallegu brúntóna smoky – æðislegt! Það eru ekki margar leikkonur sem stíga svona út fyrir þægindarammann sinn þegar kemur að stíl eins og þessi dama og hún fær fullt stig húsa frá mér fyrir heildarlúkk kvöldsins. Förðunin var gerð með vörum frá Charlotte Tilbury.

Jennifer-Lopez

Jennifer Lopez

Ekki eru allir á sama máli þegar kemur að förðun L’Oreal dömunnar og er það þá helst varaliturinn sem hefur verið að valda fjaðrafoki. Mér er þó slétt sama með það þar sem mig langar að benda fólki á að ef nude varalitur hefði t.d. orðið fyrir valinu þá hefði hún verið alveg eins frá toppi til táa – ekki gott. Bleiki tónninn hæfir húðlit söngkonunnar ofboðslega vel og ég er mjög ánægð með hann og það sama má segja um litatóninn í kringum augun. Förðunin var gerð með vörum frá L’Oreal.

Rosamund-Pike

Rosamund Pike

Aftur er hér leikkona sem er með húð sem virðist svo viðkvæm og brothætt en förðuð á fullkominn hátt. Eitt af því sem ég er að dýrka við þessa förðun eru auganbrúnirnar. En þær eiga það sameiginlegt með flestum augabrúnum kvöldsins að fá að vera fullkomnar og dáldið ýktar en hjá Rosamund er búið að greiða hárin fallega upp til að gera meira úr þeim.

Rosamund fær líka rokkstig frá mér fyrir þetta hér….

Rosamund-Pike (1)

… snillingur!

Jessica-Chastain

Jessica Chastain

Hér er á ferðinni leikkona sem er aldrei eins förðuð en hún er þó alltaf óaðfinnanleg. Ég er heilluð af brúntóna vængjuðu augnförðuninni sem klikkar hér ekki og fer litarhafti hennar og augn- og hárlit virkilega vel.

Dakota-Johnson

Dakota Johnson

Leikkonan sem allir eru að tala um þessa dagana, ég hef ekki séð myndina og hyggst ekki gera það… En förðunin er falleg og gefur henni mjúkt yfirbragð. Ég fýla að varirnar séu ekki alveg mattar eða með svakalega sterkum pigmentum því ég er ekki endilega viss um að það myndi fara henni. Mjúkt yfirbragð augnanna gefur andlitinu seyðandi áferð og ég fýla það – sjáið líka bara hvað augnliturinn hennar verður áberandi.

Margot-Robbie

Margot Robbie

Þessi er á topplistanum – það ætti ekki að koma á óvart enda er allt fullkomið við þessa förðun! Fyrir áhugasamar þá er varaliturinn frá merkinu Hourglass og er í litnum Raven.

Emma-Stone

Emma Stone

Önnur á topplistanum önnur sem ætti ekki að koma á óvart. Hvað er það við þessa leikkonu sem gerir það að verkum að hún er á öllum topplistum alltaf – ég held að það sé hennar ómótstæðilega útgeislun sem er alltaf til staðar hjá þessari ofurhressu dömu. Förðunin var gerð með vörum frá Revlon.

Keira-Knightley

Keira Knightley

Þessi fallega kona ljómaði svo sannarlega á rauða dreglinum. Hún heillar alltaf með sínum einstaka rómantíska stíl og förðunin er fullkomin, látlaus og lýtalaus. Ég er heilluð af varalitnum og hvernig augun hennar eru römmuð inn með mjúkum lit og fallegri áferð. Förðunin var gerð með vörum frá Chanel.

Reese-Witherspoon Reese Witherspoon

Annað dæmi um dömu sem er með liti um augun sem láta augnlit hennar skína skært. Húðin er áferðafalleg, ljómandi og lýtalaus og kinnarnar eru frísklegar og dásamlegar. Allt fallegt við þessa konu.

Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem ég hef ekki í mér að vaka og horfa á verðlaunin en ólétta konan sofnaði vel fyrir afhendinguna. Ég ætlaði þess í stað að vakna eldsnemma til að fara yfir þetta allt saman en það tók mik aðeins lengri tíma að skrifa þessa færslu en ég hélt en svona er þetta bara þegar farðanirnar eru svona glæsilegar. Annars hlakka ég bara til að horfa á endursýningu á verðlaununum í kvöld!

En topplisti kvöldsins yfir bestu farðanirnar að mínu mati eru (ath röðin er random)…

Anna Kendrick
Emma Stone
Margot Robbie
Sienna Miller
Dakota Johnson

Ef þið viljið svo sjá kjólana nánar kíkið þá endilega yfir til Andreu Rafnar – HÉR

Hverjar voru flottustu farðanir kvöldsins að ykkar mati? – ef einhver nefnir Jennifer Aniston þá hef ég það um málið að segja að glæsilega leikkonan fékk ekki að vera á mínum yfirgripsmikla lista þar sem húðin hennar var í mjög skrítnu ástandi… :(

EH

Annað dress og bæjarferð

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Sigurrós

    23. February 2015

    Mín uppáhaldsförðun er hjá Felicity Jones og Margot Robbie :) Annars voru þær margar fallegar í ár en áberandi fannst mér líka hvað hárið á mörgum var í messi :/

  2. Agata Kristín

    23. February 2015

    Ég sé bara ekki sólina fyrir Jared Leto…. úff maðurinn er fullkominn!!

  3. Lovísa

    23. February 2015

    Ég er sammála þér með flestar á þessum lista nema Jennifer Lopez – þessi sterki bleiki varalitur stakk í augu því mér finnst jann alls ekki tóna við burgundy brúna litinn á augunum.. En sammála þér samt að hún hefði verið flöt með nude lit á vörubun..

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. February 2015

      Já ég skil vel að það stingi í augun – ég bara tók ekkert eftir því fyr en ég las yfir ummæli ;) Held samt hún hefði verið sjúklega flott með svona dökkrauðan burgundy varalit! :)

  4. Svanborg Signý

    23. February 2015

    Er ros forvitin, hvar sástu allar myndirnar? Ertu með einhvern link? :)

  5. Svart á Hvítu

    23. February 2015

    Uppáhalds er Margot, og þessar augabrúnir aaaaaa
    Er ekki sammála með Lupitu, hún heillar mig reyndar ekki mjög oft, bæði varðandi kjóla og förðun, en ég er greinilega ein af fáum varðandi það:)
    Og finnst líka e-ð skrítið við varirnar á Jennifer Lopez þær stinga mig mjög í augun, því að kjóllinn og augun eru gordjöss.
    Varðandi Viola Davis, (googlaði hana) þá er maður svo vanur henni kafmálaðri úr þáttunum að ég hefði verið hissa ef hún hefði verið e-ð less is more í gær haha:) Finnst hún ekki ósvipuð Opruh hvað þetta varðar, en flotta kona engu að síður!

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. February 2015

      Jú samkvæmt þessum myndum – en ég var með heimildir frá fleiri en einni síðu að þetta hefði verið Revlon… – þar sem hún er nú áberandi andlit þess merkis… þetta kemur á óvart :(