Þið hafið nú þegar séð tímaritastaflann minn – í fæðingarorlofinu mínu er ég aðeins búin að vera að fara í gegnum hann, renna yfir skemmtileg blöð aftur og fara í gegnum blöðin sem fylgja oft með tímaritunum sem ég virðist alltaf gleyma að skoða. Ég fann eitt blað sem fylgdi með danska ELLE í byrjun vetrarins þar sem var verið að fara yfir heitustu straumana í haust og vetrartískunni 2012-13. Meðal þess sem var kynnt voru 5 flottustu línurnar að mati ritstjórnarinnar sem voru sýndar á 5 tískuvikum, í Kaupmannahöfn, New York, London, Milano og París. Fáni hvers land sem tískuvikurnar fóru fram í voru settir upp á einstaklega skemmtilegan hátt:
Þarna sjáið þið vörur frá fullt af snyrtivörumerkjum ég er búin að koma auga á vörur frá: Lancome, MAC, L’Oreal, Smashbox, Depend, Rimmel, Max Factor, OPI, Dior, Chanel, Bobbi Brown, Maybelline, Shiseido, Sephora, YSL, Estée Lauder! Þessi framsetning finnst mér ótrúlega flott og sannar það að það er hægt að búa til alls kyns listaverk með snyrtivörum ekki bara á andlitum.
Í blaðinu var líka farið yfir heitustu trendin í tískunni núna í haust – sem eru t.d. prjónaðar peysur, flauel, svört blúnda og pelsar – til að sýna síðasta trendið var notast við plast dýr sem mér fannst mjög skemmtilegt! Blaðið er ótrúlega skemmtilegt og ég vildi að ég hefði nú kannski fattað að lesa það aðeins fyr þar sem það styttist nú í vorið;)
EH
Skrifa Innlegg