fbpx

Fade to Black

makeupMyndböndNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Nú er komið ár síðan Smashbox kom í sölu hér á Íslandi og á stuttum tíma hefur þetta flotta merki orðið að einum af mínum uppáhalds. Ég á þó nokkrar vörur frá þeim sem mér finnst must have og þá helst Halo Highlighting Wand í litnum pearl sem ég nota á hverjum einasta degi og mér finnst að þið ættuð að gera það líka ;)

Þessi færsla er þó ætluð til að fjalla um nýju línuna þeirra fyrir haustið sem nefnist Fade to Black. Það sem mér finnst skemmtilegt við „one shot“ línurnar sem koma hjá merkinu er að þær innihalda bara nokkrar mega flottar vörur sem er lagt mikið í. Þetta sanna þeir með þessari línu – að mínu mati alla vega.

Línan er innblásin af setningunni „fade to black“ sem er notuð við kvikmyndagerð og stendur fyrir ákveðna lýsingu. Þá eru ljósin dimmt til að skapa dramatískari stemmingu.

image17Línan inniheldur 2 augnskuggapallettur sem eru mun veglegri og stærri en þær líta kannski út fyrir á þessari mynd. Palletturnar innihalda 7 mismunandi augnskugga svo allt í allt eru þetta 14 fallegir haustlitir. Einnig eru tveir mjúkir, vatnsheldir augnskuggaburstar sem ég myndi nota sem augnskuggagrunn. Svo eru tveir varalitir ljósbleikur og sanseraður plum litur.

Eitt sem mér finnst mjög skemmtilegt við augnskuggapalletturnar frá Smashbox er að aftan á þeim er stirkamerki sem þið getið skannað inn með þar til gerðu appi á snjallsímanum ykkar. Strikamerkið sendir ykkur svo áfram á sýnikennslumyndbönd þar sem Lori Taylor, Global Makeup Artist hjá Smashbox, sýnir einfalda aungförðun með augnskuggunum.

Ég heyrði mjög skemmtilega sögu um það hvernig auglýsingin fyrir línuna varð til. En þegar Lori var að farða fyrirsætuna (fann ekki nafnið á henni) fyrir myndatökuna þá var hún syngjandi allan tímann. Eftir smá spjall komst Lori að því að hún var að reyna að koma sér á framfæri sem söngkona, hvort hún var ekki í einhverri hljómsveit. En úr varð þessi skemmtilega auglýsing – þrusu flott söngkona og æðisleg stemming í auglýsingunni – þarna er greinilega verið að nota „fade to black“ lýsingu ;)

Línan fer í búðir í lok vikunnar og að því tilefni ætlar Smashbox á Íslandi að efna til smá fögnuðar og bjóða gestum og gangandi uppá góða kynningu í Hagkaupum Kringlunni (á efri hæðinni) á föstudag og laugardag og einhverjar heppnar fá jafnvel ókeypis förðun! En það verða einnig kynningar í verslunum Hagkaupa í Smáralind og Skútuvogi og þær sem kaupa vörur frá merkinu á þessum tíma fá kaupauka.

Ég fékk gyllta augnskuggablýantinn og augnskuggapallettuna með grænu og brúnu tónunum – hlakka mikið til að gera mörg flott lúkk úr þessum vörum til að sýna ykkur um leið og RMJ er komið út í næstu viku ;)

EH

Nýr hattur

Skrifa Innlegg