Leitin að næstu Elite fyrirsætu Íslands er búin að standa yfir síðan í byrjun september, ferlið var langt en ótrúlega skemmtilegt og ég var svo heppin að fá að fylgjast með og taka þátt í öllu ferlinu. Úrslitakvöldið fór fram á föstudaginn í síðustu viku og var það hún Sigurlaug sem þótti bera af mun hún því fara til Kína fyrir hönd landsins til að keppa í lokalokakeppninni. Einnig var valin Oroblu Elite fyrirsætan sem var hún Þóra Lind og fékk hún blómvönd sem var búinn til úr sokkabuxum! Hér sjáið þið myndir frá ótrúlega flottu kvöldi: L’Oreal sá um alla förðun í gegnum allt tímabilið og á sýningunni komu þær fram í fötum frá Vero Moda og Oroblu. Allt voru þetta snilldarstelpur sem ég fékk að kynnast vel bæði þegar ég var að farða þær og þegar ég hélt stutt förðunarnámskeið fyrir þær. Svo langar mig líka að minnast á Fashion Academy sem er rekinn af sömu aðilum og sjá um Elite – ég hef bara sjaldan séð jafn flotta aðstöðu svo ef ykkur langar að fara að læra á hlutina í þessum bransa, förðun, snyrtifræði, stíliseringu eða þess háttar þá mæli ég með því að þið kíkið á þennan skóla. Aðstaðan inní förðunarkennslustofunni er bara ein sú besta sem ég hef fengið að nota:)
EH
Skrifa Innlegg