fbpx

Ekki láta þetta fara framhjá ykkur

Lífið Mitt

Ég vona að sem flest ykkar hafi ekki látið umfjöllunina um fósturmissi á meðgöngu í kvöld í Íslandi í dag fara framhjá ykkur.

Ef þið misstuð af henni þá finnið þið hana HÉR.

Það er óhugnalegt hversu margar konur þurfa að ganga í gegnum það sama og þessar konur á hverju ári.

Í kvöld barst mér svo tölvupóstur frá Aurum með tilkynningu um söfnun fyrir einmitt þetta málefni. Frábært málefni sem enginn má láta framhjá sér fara.

Ef þið sáuð viðtalið við mig í Íslandi í dag útaf slitförunum þá heyrðuð þið mig kannski tala um að ég hef misst fóstur. Ég missti mjög snemma á meðgöngunni en þrátt fyrir að vera með litla baun í maganum á mér var ég þá þegar búin að gera mér von um framtíð þessarar baunar og að ég myndi fá hana í fangið á mér. Ég man ennþá eftir tilfinningunni þegar ég vaknaði morguninn sem ég missti fóstrið ég vakti manninn minn og sagði við hann að það væri að fara – fór fram á baðherbergið og fann hvernig fylgjan fór niður legöngin og lenti í klósettinu. Ég hef aldrei átt jafn erfitt með að sturta niður klósettinu og mig langaði það alls ekki bara. Ég fékk það svo staðfest daginn eftir hjá kvennsjúkdómalækni að fóstrið væri farið.

Við vorum ótrúlega heppin og ég varð aftur ólétt örfáum vikum seinna. Ég náði þó ekki að njóta meðgöngunnar eins og margar aðrar konur því ég var svo rosalega stressuð og það voru fáir sem fengu að vita af meðgöngunni fyr en við fengum staðfestan hjartsláttinn í snemmsónarnum. Í dag á ég fallegasta barn í heimi sem ég elska meira en allt annað. Ég hugsa þó stundum til litlu baunarinnar minnar sem ég fékk aldrei að hitta og dagurinn sem ég hefði verið sett með hana var rosalega erfiður en Tinninn sem sparkaði svo fast inní maganum á mér þá gerði þetta allt svo miklu betra.

Ég veit það að mín upplifun og minn sársauki jafnast ekkert á við þann sem þett fólk gekk í gegnum. Ég veit ekki hvort ég gæti verið svona sterk og talað um hlutina ef ég hefði lent í því sama og þau. En mér finnst frábært að það sé verið að vekja athygli á þessu málefni.

image002Endilega horfið á Ísland í dag – þetta er rosalega flott umfjöllun.

EH

Daglega förðunin mín - video

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sirra Guðnadóttir

    25. November 2013

    Svo falleg skartgripalína.. ég vona að ég geti eignast hana alla :)

    • Elísabet Gunnars

      27. November 2013

      Vitlaust orðað. *Umfjöllunin snerti vonandi við mörgum til hins betra í þessum sorglegu málum.