Ég hef aldrei farið leynd með ást mína á breska tískuhúsinu Burberry – oft á ég í miklum erfiðleikum með að skilja afhverju í ósköpunum förðunarvörurnar frá merkinu fást ekki hér en það væri þá draumur sem myndi rætast í mínum huga! En ilmvötnin fást hér og nýlega kom á íslenskan markað ilmurinn My Burberry og ég skríkti eins og lítil smástelpa þegar ég fékk minn – ég get ekki líst spennufallinu sem ég upplifði og það var ekki útaf einhverju smá – það var útaf þessu…
Ég hljóma kannski ögn dramatísk yfir ilmvatni en þið sem hafið lesið síðuna mína frá upphafi ættuð að muna eftir því að ég held aldrei vatni yfir stórkostlegum línum Christopher Bailey fyrir þetta æðislega tískuhús og ég fylgist vel með öllu sem fer þar fram. Ég gekk galvösk um London fyrir nokkrum vikum síðan í leit að Burberry versluninni og þorði svo ekki inn! Ég er ekkert að grínast með það að ég labbaði fram og til baka framhjá búðinni, aftur og aftur og aftur og manaði mig aldrei uppí að fara þarna inn – já stundum skortir mig kjarkinn eins og á þessari stundu – næst fer ég inn! En þar sem ég var bara gluggagæjir þarna í London þá blöstu við mér auglýsingarnar fyrir þennan fallega ilm þar sem starfssysturnar Kate Moss og Cara Delevingne sátu saman fyrir á íklæddar að sjálfsögðu klassískri trench kápu frá merkinu – langtímamarkmið hjá mér að eignast svoleiðis grip!
Kápan er viðeigandi klæðnaður þar sem innblásturinn fyrir ilminn er einmitt hún ásamt fallegum garði í London eftir rigningu.
Glasið sjálft er tímalaust og hönnun þess minnir þannig á kápuna frægu. Litirnir í umbúðum, munstrið sem umlykur kassann innan á, litaáferðin á tappanum og slaufan sem bundin er um hálsinn – allt túlka ég þetta sem innblástur í kápuna sem verður mín einn góðan veðurdag. Kynningin fyrir þennan ilm er ein sú veglegasta í manna minnum fyrir ilm frá tískuhúsinu og hann var bókstafleg útum allt í London og mér fannst alveg dásamlegt að fá að upplifa smá af henni þegar ég var úti.
Það var ilmvatnsgerðamaðurinn Francis Kurkdjian sem hannaði ilminn:
„You have the vibrancy of the city, so it is something contemporary. You have the garden. You have the flowers…and the art of gardening, which is very important for the British. The flowery aspect of the perfume comes from that idea of the garden after the rain. You have the lush wetness. You have the soil. You have the earthiness. All of these feelings.“
Ilmurinn er samsettur úr eftirfarandi nótum…
Toppur:
Sweat Pea, Bergamot og Mandarin Orange.
Miðja:
Geranium, Freesia og Quince
Grunnur:
Patchouli og Damask Rose
Ilmurinn er að mínu mati mjög kvenlegur og elegant, þetta er djúpur og fallegur blómailmur sem sómar sig vel sem aðalilmur breska tískuhússins um þessar mundir. Mér finns ilmurinn tímalaus og hann mun í framtíðinni vera í mínum huga á stall með Chanel no 5 og J’Adore – þar er nú ekki amalegt að vera í mínum huga. Þessi er því líka tilvalinn í jólapakka Burberry aðdáandans eða konunnar sem vill þessa klassísku. Ég hef sjálf ekki mikið notað þá en þessi hefur verið notaður síðustu vikuna – eða alveg síðan hann varð minn.
Ég finn ekkert fyrir þessum ilm á sjáfri mér sem hlýtur að þýða bara það að ég og Burberry erum eitt og verðum það um ókominn tíma!
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg